Agnes átti að mæta í hempu

biskupar_kastljos.jpgDjöfulli er það lúalegt af Sigurði Árna að mæta í Kastljós með prestakraga og í blárri skyrtu.  Það er greinilegt að það eru voldugir aðilar sem standa að framboði hans sem engu svífast í ímyndarherferðinni til að hann nái kjöri.  Enda eru gríðarlegir fjármunir og völd sem biskupinn ræður yfir.  Það verður að segjast að Agnes lítur ekki mjög biskupsleg út í þessari svörtu blússu og rauðu peysu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski er það þetta sem gerir gæfumuninn. Þ.e. hið trénaða fas stofnanaveldisins og frjálslegt fas nýrra tíma. Held að Agnes hafi slegið margar keilur þarna og Sigurður endað möguleikana.  Fólk er líkast til að leita að einhverju sem ekki er mjög biskupslegt eftir reynslu sína af biskupslegum biskupum.

Annars er mér nokk sama um þennan deyjandi  dínósár.  Agnes er annars dóttir Sigga prests á Ísafirði sem fermdi mig og var fjandvinur á meðan á stóð, enda sagði ég mig úr apparatinu síðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.4.2012 kl. 20:28

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég held nú samt að hinir trénuðu séu einmitt þeir sem fá að kjósa biskupinn en hinir frjálslyndu. ég og þú, erum löngu farnir úr þessum söfnuði.  Annars myndum við kjósa Agnesi upp á gamlan kunningsskap

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.4.2012 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband