Tímabært að skipta upp öllum útgerðarrisum

Ég hef lengi varað við skaðsemi þess að leyfa sjávarútvegsfyrirtækjum að stækka of mikið. Ég horfi þá aðallega til þeirra valda sem stjórnendur þeirra öðlast í nærsamfélaginu. Tökum til dæmis Samherja.  Stjórnendur Samherja hafa aldrei verið kosnir af íbúum á Akureyri eða í Eyjafjarðarsveit til að stjórna atvinnumálum á svæðinu.  Samt taka þeir sér það vald miskunnarlaust.  Í skjóli stærðar stjórna þeir bæjarstjórn Akureyrar, samtökum vinnuveitenda og samtökum launþega á svæðinu.  Þegar Þorsteinn Már geltir þá hrekkur Eiríkur í kút en Svanfríður bæjarstjóri Á Dalvík dillar rófunni.  Þetta er mjög alvarlegt og hættulegt ástand. Og nú á að kúga menn til hlýðni með því að ráðast að atvinnuhagsmunum manna sem jafngildir því að segja við yfirvöld: "Ef þið hættið ekki rannsókn á gjaldeyrisbrotum og öðrum hugsanlegum brotum Samherja og dóttur og hlutdeildarfyrirtækja hans þá skuluð þið hafa verra af".  Samherji er orðinn of stór.  Það þarf að skipta fyrirtækinu upp.  Útgerðin á Íslandi á að vera í einu félagi. Botnfiskvinnslan í öðru. Loðnu og uppsjávarvinnslan í þriðja.  Fiskeldið í fjórða. Sölubatteríið og markaðsdeildin í því fimmta og öll erlend starfsemi í því sjötta. Því við vitum að tilgangur með svona bákni er ekki síst að svíkja undan skatti og þvæla öllu sem heitir opinbert eftirlit.  Núna eru yfirvöld ábyggilega búin að komast yfir gögn sem koma fyrirtækinu illa og þess vegna er hótað.

Okkar litla hagkerfi ræður bara við ákveðna stærð af fyrirtækjum.  Um það þarf að setja reglur sem ekki er hægt að brjóta.  Og skilgreina þarf mjög þröngt tengda aðila sem mega bindast samtökum  og ráða yfir fyrirtækjum.  Samherji beitti klækjum þegar hann með aðstoð Kaldbaks, Tryggingamiðstöðvarinnar og Kaupþings, keypti meirihluta í félaginu og afskráði það í framhaldinu úr Kauphöllinni.  Það þarf líka að rannsaka.  Hvernig allir fjármunir KEA lentu í vasanum á Þorsteini Má og Kristjáni Vilhelmssyni.  Og hvernig allar eignir KEA á Dalvík og í Hrísey lentu í klónum á Samherja .  Í því sambandi væri líka örugglega fróðlegt að kanna hvernig Ísfélagið í Vestmannaeyjum náði að eignast Hraðfrystihús Þórshafnar.  Var það partur af dílnum þegar Tryggingamiðstöðin lagði til fé til uppkaupa á hlutabréfum í Samherja? Og hvernig endaði fjárfestingafélagið Kaldbakur í 100% eigu Samherja?  Félag sem í upphafi var að 90% í eigu KEA en aðeins að 10% í eigu Samherja er nú að fullu í eigu Samherja.  Saga Samherja þolir tæpast skoðun.  Þar voru notaðir peningar,  fé án hirðis (sjóðir KEA og bótasjóður Tryggingamiðstöðvarinnar) til að búa til stærsta sjávarútvegsrisa á landinu og kannski í Evrópu?  Þetta er ekki eðlilegt.  Þetta þarf að rannsaka og þessu þarf að  skipta upp svo forstjórinn geti ekki ógnað stöðugleikanum á Íslandi eins og hann gerir. Menn verða að kunna sér hóf.


mbl.is DFFU hættir viðskiptum við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband