Hvaða árangur?

 Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum þá má líkja þjóðarbúskapnum við bíl sem búið var að keyra svo óvarlega að allt loft var farið úr dekkjunum. Slíkur var viðskilnaður Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar.  Verkefni ríkisstjórnarinnar var því tiltölulega einfalt, dæla lofti í dekkin og koma skrjóðnum til byggða.

En í staðinn fyrir þetta einfalda verkefni þá ákvað hin nýja ríkisstjórn að meiri þörf væri á að taka upp vélina heldur en pumpa í dekkin. Hún sendi því meirihluta björgunarliðsins til Brussel að fá varahluti en aðrir hófu að rífa vélina.  Nú 3 árum seinna er búið að rífa sundur vélina en enn er beðið eftir varahlutunum. Og ennþá vantar loft í dekkin

Þetta er saga ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna.  Og svo voga menn sér að tala um árangur!sprungið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú átt tvímælalaust skilið doktorsnafnbót fyrir þessa mögnuðu ritgerð Jóhannes, sem er greinilega byggð á ítarlegri og vandaðri rannsóknarvinnu þinni á því litla og einfalda verki að rétta við fallið land.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2012 kl. 09:11

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Axel.  Ég byggi þessa niðurstöðu á áliti vitna sem komu fyrir Landsdóm.  Ekki lugu þau?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.4.2012 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband