Nei takk, Illugi

Illugi Gunnarsson er eflaust hinn vænsti maður svona á mælikvarða sjálfstæðismanna, en hann er brennimerktur af setu sinni í stjórn  Sjóðs 9 hjá Íslandsbanka fyrir hrun.  Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki litið þegar menn bjóða fram krafta sína í almannaþágu.  Þess vegna ættu sjálfstæðismenn að koma vitinu fyrir frambjóðandann og velja kandidat með engin tengsl við spillta forystu Sjálfstæðisflokksins.  Aðeins með algerri uppstokkun í valdastofnunum Flokksins getur hann náð einhverjum áhrifum.  Þar af leiðir þá verður að hafna Guðlaugi Þór líka sem og Hönnu Birnu.  Hanna Birna er greinilega röng kona á röngum stað í lífinu. Hún hefur talað fyrir nýjum lausnum, sem er í sjálfu sér góðra gjalda vert, en því miður, þeir sem eru hluti af vandamálinu geta aldrei átt hlut að lausninni.  Þetta sjá allir aðrir en hið sjálfhverfa klíkulið fjórflokksins.  En það verður fróðlegt að fylgjast með átökunum sem nú fara í hönd hjá sjálfstæðisflokknum á landsvísu. Loksins eru menn farnir að átta sig á hinum skaðlegu áhrifum kvótakerfisins, framsalsins og samþjöppunar veiðiheimilda. Þessi brestur framar öllu mun verða til að veikja þennan flokk sérhagsmunavörslu og klíkustjórnmála.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband