Hvað næst Björn Valur? Útrýmingarbúðir?

Hreinsunardeild Vinstri grænna hefur samkvæmt fréttum RUV ákveðið að ganga á milli bols og höfuðs á Sveini Arasyni,  ríkisendurskoðanda.  Með því að bera við trúnaðarbresti hefur Alþingi í raun sent honum uppsagnarbréfið.  Vandséð er að Sveini Arasyni sé sætt í starfi þegar svo er komið.  En hvað með ábyrgð Alþingis sjálfs? Átti ekki Alþingi að fylgjast með að skýrslunni væri skilað á réttum tíma?  Þeir hljóta að vita hvað þeir biðja um.  Allt er þetta með miklum endemum.  En afskipti Vinstri grænna af stjórnsýslunni eru ógeðfelld.  Ef menn eins og Gunnar Andersen og nú Sveinn Arason eru ekki starfi sínu vaxnir þá eiga að gilda um það reglur hvernig með skuli fara.  Ef þessar reglur eru ófullnægjandi þá eiga stjórnvöld að breyta þeim en vera ekki í þessum hráskinnsleik með sviðsettum leikritum.  Er kannski búið að koma hér á fót leynilegri Stazi sveit að undirlagi félaga Svavars?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband