Kvótaglæpurinn

Brottkastið eitt og sér ætti að nægja sem fullgild ástæða fyrir að hætta alfarið kvótastýringu á fiskveiðum. Sem gamall sjómaður til 25 ára þá fullyrði ég að brottkast hefur aldrei verið meira en eftir að kvótakerfinu var komið á og var það þó slæmt hér áður fyrr.  En þetta er glæpur sem fær að viðgangast vegna þess að enginn vill viðurkenna að þetta sé óhjákvæmilegur fylgifiskur kvótasetningar á allar tegundir.  Og sannast hér hið fornkveðna að enginn er blindari en sá sem ekki vill sjá. Hafró viðurkennir ekki að fiski sé hent og ekki fara útgerðarmenn og sjómenn að koma sök á sjálfa sig með því að viðurkenna brottkast.  Nú blasir við stórfellt brottkast á ýsu.  Vegna þess að Hafró segir að lítið sé af ýsu í sjónum þá er mönnum uppálagt að henda allri ýsu sem ekki er kvóti fyrir.  Þetta rugl verður að stöðva og taka ráðin af fiskateljurunum við Skúlagötu.  Útgerðarmaðurinn á Patreksfirði veit fullvel að það er ekkert hægt að forðast ýsuna á Látragrunni eða á Flákanum eða Deildargrunni eða Halanum.  Hún mun verða veidd í bland við þorsk, steinbít og ufsa en hún mun ekki koma í land og þess vegna mun bókhaldið á Hafró aldrei verða leiðrétt fyrir þessari skekkju,  hvorki nú né hingað til.  Glæpsamleg veiðiráðgjöf sem byggir á óvísindalegum stofnmælingum er búið að kosta samfélagið hundruð ef ekki þúsundir milljarða á undanförnum 25 árum.  Miðin geta hæglega gefið af sér lágmark 400 þúsund tonn af botnafla á ári.  Það er varlega áætluð afrakstursgeta.  En hér ríkir sovésk stjórnun á veiðum.  Aðeins ein skoðun er leifð af því hún hentar ræningjunum sem stálu veiðiréttinum. Þeim er andskotann sama um brottkast og rányrkju.  Þeirra hagnaður eykst í öfugu hlutfalli við magnið.  Þeim mun minni kvóti þeim mun hærra verð og það sem meira er þeir þurfa ekki einu sinni að fjárfesta í nýjum veiðiskipum.  Afleiðingin er úr sér genginn floti sem nýtir bara helming af afrakstursgetu Íslandsmiða.  Þetta kalla menn í Háskólanum, sem ekkert vita í sinn haus, hagræðingu.  Menn eins og Ragnar Árnason, málpípa sægreifa og skrifborðsútgerðamanna.  Þessir rugludallar hafa komist upp með fokka búsetubyggð og atvinnuháttum af þeirri stærðargráðu að aldrei verður bætt.  Búseta á Vestfjörðum mun leggjast af á næstu 20 árum.  Það er óhjákvæmilegt og það má alfarið kenna kvótakerfinu og pólitíkusunum um það. Glæpurinn er þeirra.  Sjómennirnir, sem í vetur munu henda þúsundum tonna af ýsu og öðrum meðafla í sjóinn, eru fórnarlömb glæpsins.  En þeir þurfa samt að stíga fram og viðurkenna brottkastið og sanna það með tölulegum gögnum.  Það er það eina sem pólitíkusar skilja. Tölur á blaði.  Skipstjórar þurfa að opna veiðidagbækurnar fyrir almenningi.  Ekki bara þessar fölsuðu upplýsingar sem þeir senda Fiskistofu.
mbl.is Dagskipunin að forðast ýsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband