15.11.2012 | 15:04
Gæðastjóri Lýsis
Jón Ögmundsson, gæðastjóri Lýsis, sagði í samtali við kvöldfréttir Sjónvarpsins þetta vera tómar getgátur. Totox-gildið hafi áður mælst hærra og það hafi ekki skaða neinn.
Greinilegt er af þessum viðbrögðum að dæma að þessi maður er ekki starfi sínu vaxinn. Lýsi og afurðir úr lýsi eru mjög eftirsóttar vegna ótvíræðrar hollustu. Þess vegna þarf að leggja mjög mikla áherslu á gæðaímyndina. Hráefnið og meðhöndlun þess frá veiðum til fullunninnar vöru skiptir hér meginmáli. Þar hefur Lýsi og aðrir lýsisframleiðendur ekki staðið sig sem skyldi vegna manna eins og Jóns Ögmundssonar, sem telur það í góðu lagi að bjóða viðskiptavinum sínum upp á þrátt lýsi með hafragrautnum. Þetta þótti ekki tiltökumál hér áður fyrr. En í dag gengur þetta viðhorf ekki lengur. Sá sem lendir í að kaupa lýsi eða lýsisperlu eða Omega 3 olíu með þráabragði, kaupir þá vöru ekki aftur í bráð. Ég hef á síðustu árum oft lent í að kaupa skemmda vöru frá LÝSI! Bæði lýsi og einu sinni lýsisperlur. Lýsisperlurnar hef ég ekki keypt síðan en lýsi get ég ekki verið án og læt mig því hafa það að drekka skemmt lýsið með því að kæla það nógu vel. En svona þarf þetta ekki að vera. Gæðastjóri Lýsis á að fara eftir viðurkenndum stöðlum varðandi geymslu á hráefninu. Í sumar átti ég leið fram hjá verksmiðu Lýsis niðri á Granda og mér varð hálf ómótt yfir brækjunni sem lagði frá svæðinu. Þar var greinilega verið að vinna úr þráu lýsi. Var þetta kannski framleiðslan sem danska gæðaprófunin byggði á? Kæmi ekki á óvart og þess vegna eiga stjórnendur Lýsis að taka þessar niðurstöður alvarlega og búa til gæðaferla og fara eftir þeim. Kata veit að hún hefði betur tekið mark á Yfirhagfræðingi Danske Bank meðan hún sat í stjórn Glitnis og á sama hátt á hún að taka mark á þessari dönsku gæðaprófun á því sem hún er að selja og sagt var frá í fréttum RUV og í DV
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.