21.11.2012 | 16:57
Frábærar fréttir fyrir hrægammana!
Þessi hækkun sem nú er boðuð mun hækka verðtryggðar skuldbindingar allra um einhverja milljónatugi. Þannig mun þessi hækkun einnig hækka lán Strætó BS. Þetta mun síðan kalla á aðra hækkun innan skamms og verðbólgubálið mun magnast. Hvenær skyldi vera komið nóg? Hvenær ætla þingmenn að breyta lögum um verðtryggingu svo skuldaánauðinni megi aflétta og fyrirtæki í almannaþjónustu geti verðlagt þjónustuna án þessarar víxltengingar hækkana.
Ég er ekki að gagnrýna hækkunina per se. Nota sjálfur strætó og veit að þeir eru að reyna sitt besta að veita ódýra og góða þjónustu. En efnahagsumhverfið er búið að vera galið allt of lengi. Verðtrygging sem byggir á þeirri vísitölu sem mælir óskyldar verðbreytingar er galin. Hver grein ætti að styðjast við eigin vísitölu ef talið er nauðsynlegt að styðjast við vísitölukerfi á annað borð. Hækkun á þjónustu Strætó á ekki að auka hagnað bankanna og þar með hrægammasjóðanna.
Hækkun á gjaldskrá Strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.