Veikur og stefnulaus flokkur

Ég held við þurfum ekkert að bíða eftir greiningum stjórnmálafræðinga á afleiðingum stjórnarfars Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar á Sjálfstæðisflokk og Framsókn í dag. Báðir flokkar eiga í vök að verjast. Báðir misstu sterka forystu og báðir eru eyrnamerktir spillingu og sterkum tengslum við fjármálaöfl sem auðguðust í skjóli þessara sömu flokka.  Þessi tengsl gera flokkana veika. 

Ég held ekki að grasrótin hafi í prófkjörinu verið að senda skilaboð um uppgjör til flokkseigendanna. Þá hefði Hanna Birna ekki náð svona góðri kosningu.  Hins vegar var verið að senda þingmönnum og forystu flokksins þau skilaboð að virða samþykktir landsfunda flokksins.  Landsfundurinn hafði ályktað um afsögn Guðlaugs Þórs og Illuga Gunnarssonar.  Illugi hlýddi því kalli og sté til hliðar á meðan Guðlaugur forhertist og hunsaði ályktun landsfundarins.  Fyrir það er honum refsað í þessu prófkjöri.  Og á sama hátt er brautargengi Hönnu Birnu, ákveðin skilaboð um að Bjarni Benediktsson eigi að víkja sem formaður flokksins. Hann er einfaldlega of veikur og stefnulaus til að leiða svo ólika fylkingu hagsmunapotara sem Sjálfstæðisflokkurinn er. 


mbl.is Úrslitin tákna breytingar hjá flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hefur breyst hjá sjallabjálfunum eftir Davíðshrunið? Ekkert, zero.

Þetta er og verður hagsmunaklíka LÍÚ, heildsala og lagatækna, grillandi og græðandi.

Hann Birna er Valhallar kid, sömuleiðis þessi Brynjar, lítt menntaður lögfræðingur.

Höfum við ekki nóg af því kalíber nú þegar á þingi?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 17:00

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

En við þurfum mótvægi Haukur.  Allir hinir flokkarnir eru gegnsýrðir af forræðishyggju í bland við einfeldni eða púra heimsku.  Hægri grænir samt undanskildir.  Framsókn búnir að stimpla sig út til framtíðar og Samfylking búin að gefast upp á að Ísland geti séð sér farborða í samfélagi þjóðanna.  Ég held við þurfum sterkan hægri flokk.  Kannski að Guðmundur Franklín eigi erindi við óánægða sjálfstæðismenn.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.11.2012 kl. 17:10

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Af úrslitum prófkjaranna sést að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar engu að breyta.  Sama gamla spillta liðið alls staðar á öllum listum.  Og samtryggingin tryggir þessum bjálfum þingsæti að óbreyttu.  Eru kjósendur illmenni eða fífl?  Eigum við að láta þetta yfir okkur ganga eða mæta á kjörstað og kjósa allt nema fjórflokkinn?  Okkar er valdið.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.11.2012 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband