28.11.2012 | 11:29
Staðganga
Nokkrar þingkonur hafa það áhugamál að lögleiða staðgöngumæðrun í góðgerðaskyni. Frumvarpið sem þær lögðu fyrir síðasta Alþingi fékk mjög neikvæða umræðu í þjóðfélaginu og dagaði uppi. En nú ber svo við að hugtakið staðganga er vakið upp að nýju og nú í breytingartillögum sérfræðinganefndarinnar sem endurskrifaði frumvarpið til stjórnskipunarlaga, sem nú liggur fyrir þinginu. Þarna er um lævíslega innrætingu af verstu gerð að ræða. Með því að nota þetta hugtak í stjórnarskránni er verið að gefa hugtakinu ákveðinn sess í huga þjóðarinnar og auðvelda lögleiðingu staðgöngumæðrunar. Ég legg til að 86.grein verði ekki breytt
Tillaga Stjórnlagaráðs:
86. gr.
Ráðherrar.
Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Þeir bera hver fyrir sig ábyrgð á
málefnum ráðuneyta og stjórnsýslu sem undir þá heyrir.
Geti ráðherra ekki fjallað um mál vegna vanhæfis, fjarveru eða annarra ástæðna felur for
sætisráðherra það öðrum ráðherra.
Enginn getur gegnt sama ráðherraembætti lengur en átta ár.
Breytingartillaga sérfræðinefndarinnar
86. gr.
Ráðherrar.
Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Þeir bera hver fyrir sig ábyrgð á
málefnum ráðuneyta og stjórnsýslu sem undir þá heyrir.
Geti ráðherra ekki fjallað um mál eða sinnt starfi sínu að öðru leyti vegna vanhæfis eða annarra
ástæðna felur forsætisráðherra öðrum ráðherra staðgöngu. Forsætisráðherra ákveður með reglum
fyrirkomulag staðgöngu þurfi hann sjálfur að víkja sæti eða geti ekki gegnt störfum tímabundið.
Enginn getur gegnt sama ráðherraembætti lengur en átta ár.
Flokkur: Stjórnarskrármálið | Breytt 9.2.2013 kl. 17:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.