Svik Alþingis

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20 október s.l var spurt: Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.  Mikill meirihluti svaraði þessari spurningu játandi og í kjölfarið gáfu bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Valgerður Bjarnadóttir út yfirlýsingar um að farið yrði efnislega eftir niðurstöðu þjóðarviljans.  Nú er frumvarpið komið fram og tími hefur gefist til að bera það saman við tillögur Stjórnlagaráðs.  Niðurstaðan er áfellisdómur yfir loforðum ríkisstjórnarinnar og sérstaklega formanni stjórnskipunarnefndarinnar, Valgerði Bjarnadóttur.  Í Frumvarpinu sem nú er til meðferðar í þinginu eru bara 78 greinar af 114 sem ekki hefur verið breytt. Og mikill hluti þessara 78 greina voru teknar óbreyttar eða lítið breyttar upp úr núgildandi stjórnarskrá og eru almenns eðlis og sem ekki hefur verið ágreiningur um.  Hinar 36 greinarnar innihéldu breytingar sem búið er að gjörbreyta í meðförum sérfræðinganendarinnar og stjórnlaga og eftirlitsnefndarinnar.  Þar með er ekki lengur hægt að segja að frumvarp Stjórnlagaráðs sé grundvöllur að nýrri stjórnarskrá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband