28.11.2012 | 14:27
Umsögn um frumvarp til stjórnskipunarlaga
Smári McCarthy hefur þegar vakið athygli á breytingum á greinum 14, 15, og 16 í umsögn til nefndarinnar. Þær fjalla um tjáningarfrelsi, upplýsingarrétt og frelsi fjölmiðla. Og Ólína Þorvarðardóttir hefur vakið athygli á breyttu orðalagi 34.greinar varðandi einkaeign sem nú kallast að vera háður einkaeignarrétti.
18.greinin fjallar um trú og sannfæringarfrelsi! Afhverju að bæta við sannfæringarfrelsi? Og seinna í sömu grein er talað um lífsskoðun sem jafngildi trúar. Þarna er verið að ganga of langt til að þóknast minnihlutahópum eins og Vantrú og Siðmennt. Og þetta er svoáréttað í 24.grein sem fjallar um menntun en þar bæta þau við "Virða skal rétt foreldra til þess að tryggja að menntun barna þeirra sé í samræmi við trúar og lífsskoðanir þeirra"
Í 34.grein sem fjallar um auðlindir er svo þessi klausa: "Stjórnvöld geta
á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda, sem og annarra takmarkaðra
almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn." Hér vantar útlistun á hvað felst í orðalaginu hóflegur tími. Er það 10 ár 25 ár 40 ár eða jafnvel 80 ár.
66.greinin stangast á við 56.greinina sem fjallar um þá sem geta lagt fram mál á Alþingi.
Í 87. grein sem fjallar um ríkisstjórnina vantar tilfinnanlega ákvæði um að ráðherraábyrgð skuli vera In solidum.
Í 88.grein sem fjallar um hagsmunaskráningu og opinber störf vantar að skilgreina fjárhagslega hagsmuni. Að fjárhagslegir hagsmunir taka til eigna og skulda einstaklings og hjóna og sambýlisfólks ef ráðherra er giftur eða í sambúð
Að síðustu fer betur á því að Lögrétta verði notað yfir nýtt dómsstig, stjórnlagadóm. Með því næst mikil skilvirkni fyrir störf þingsins. Þannig verður ekki þörf fyrir Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd , lögréttunefnd Alþingis né Umboðsmann og þess vegna má fella út greinar 62, 63 og 75. Ávinningurinn auk sparnaðar verður minna álag á Alþingismenn og þeir geta þar með einbeitt sér betur að lagasetningarhlutverkinu. Auk þess er formlegur dómstóll betri leið til að veita aðhald heldur en eftirlitsnefndir og núverandi umboðsm aður sem hefur engar heimildir til að beita viðurlögum við brotum sem hann fjallar um. Stjórnlagadómstóll mundi líka taka yfir hlutverk Landsdóms. í núverandi frumvarpi er ekki minnst á Landsdóm einu orði! Hins vegar látið liggja að því að almennir dómsstólar taki að sér að lögsækja ráðherra. Við vitum að það er ónýtt ákvæði sem aldrei verður nýtt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.