Afæturnar eyðilögðu kerfið

johanna_og_steingrimur_0.jpgÞað verður ekki lengur lappað upp á hið ónýta fiskveiðistjórnunarkerfi.  Vandræðagangur núverandi stjórnvalda sannar það.  Það er bara hægt að gera það verra og óskilvirkara.  Nú verða skynsamir menn að taka Jóhönnu og Steingrím á eintal og gera þeim ljóst að nú eru síðustu forvöð til að snúa vörn í sókn varðandi sjávarútveginn og framtíð byggðanna.  Í staðinn fyrir að leggja fram þennan bastarð sem Steingrímur dundaði við í sumar á að blása til samráðs með öllum hagsmunaaðilum þar sem gerð verður áætlun um stórauknar veiðar og afnám kvótastýringar. Þetta verður að gera í sátt við alla þannig að Alþjóða Hafrannsóknarstofnunin leggi einnig blessun sína yfir þessa kúvendingu eða í það minnsta leggist ekki gegn henni.

Þessi niðurtröppun gæti hugsanlega tekið 6 mánuði.  Þá gæfist næstu ríkisstjórn tækifæri til að móta nýja veiðistjórnun þar sem tekið væri upp hráefnisgjald á kíló í stað skattlagningar og uppboða á veiðiheimildum.  Hafró yrði gert að sinna rannsóknum eingöngu en ekki veiðiráðgjöf.  Veiðiráðgjöfin yrði falin reyndustu skipstjórum úr öllum greinum sjávarútvegs ásamt fulltrúum fiskverkenda og söluaðila. Lögð yrði aðaláhersla á 100% nýtingu afla til manneldis og sjálfbær veiðarfæri ættu að njóta forgangs. En umfram allt væri atvinnugreini leyst undan afskiptum stjórnmálamanna.  Aðeins með þessu móti næst friður í greininni.  Bankarnir myndu færa niður þessi gerfiveð og efnahagsreikningar þeirra myndu leiðréttast sem nemur þeirri froðu sem nú er verið að greiða arð af.  Engum yrði ívilnað en allir sætu við sama borð.  Það er löngu kominn tími til.  Hagsmunaaðilunum og þar með bönkunum verður einfaldlega sagt. "Þetta ætlum við að gera og svona á þetta að líta út.  Þið megið gjarnan útfæra þetta með okkur" 

 

Frétt sem tengist færslunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband