1.2.2013 | 14:06
Pólitísk blinda Vinstri Græna baklands Steingríms Joð
Björn Valur kann ekki að skammast sín. það vita allir en að Ingimar Karl skuli þjást af sömu pólitísku blindu og Björn Valur er frétt í sjálfu sér. Hingað til hefur Ingimar Karl byggt upp ákveðna ímynd sem öfgalaus réttsýnismaður í pistlaskrifum sínum en ekki lengur. Eftir að hann hlaut 3. sætið í forvali flokksins þá hafa skrif hans einkennst af afneitun og réttlætingum á óhæfuverkum húsbóndans Steingríms Jóhanns. Því hvað á að kalla það annað en afneitun þegar eina málsvörnin er að benda á annað verra. Auðvitað vita allir hverjir bera ábyrgð á icesave. En það kemur málinu bara ekkert við þegar verið er að fjalla um það sem ríkisstjórnin gerði. Ríkisstjórnin fékk bein skilaboð frá þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2009 en kaus að hundsa þau skilaboð og eða fyrirmæli. Þess vegna á hún ævarandi skömm skilið fyrir að hafa reynt að troða ábyrgðinni ofan í kokið á þjóðinni. Ábyrgð sem þeir viðurkenna núna að var aldrei til staðar. En pólitíkin er hvorki siðleg né sanngjörn. þess vegna breytist ekkert. Menn þumbast bara við og treysta á að næsta dægurbomba beini athygli manna frá óþægilegum staðreyndum um pólitískt getuleysi. Þess vegna munum við áfram sitja uppi með spunameistara eins og Ingimar karl og Björn Val.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.