2.2.2013 | 12:44
5000 manna lýðræðisveizla Árna Páls
Árni Páll er úlfur í sauðsgæru. Hann á eftir að eyðileggja þennan vesæla flokk endanlega. Hvað gera jafnaðarmenn þá? Og ef Katrín verður kosin varaformaður þá myndi það fullkomna niðurlægingu gömlu eðalkratanna. Því Katrín hæfir Árna eins og kjaftur skel. Hvorugt veit hvaða fórnir alþýða þessa lands hefur þurft að færa til að koma þeim tveim á þann valdastól sem þau eru í dag í umboði 5000 samfylkingarmanna eða ~2.1% kjósenda. En það er sá fjöldi sem sá ástæðu til að taka þátt í þessari lýðræðisveizlu Samfylkingarinnar og Árna Páls. Þar af naut Árni aðeins stuðnings 3000 manna eða 1.25% þjóðarinnar. Í ljósi þessa eru orð samfylkingarmanna um að þeir séu kjölfestan í íslenskum stjórnmálum hlægileg.
Árni kosinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Athugasemdir
Það eru fleiri á kjörskrá til formannskjörs í Samfylkingunni en nokkrum öðrum flokki. Að ætla svo að deila í þá tölu með allri þjóðinni til að fá út einhverja niðurlægjandi prósentutölu er kjánalegt og út í hött. Auðvitað velur hver flokkur sinn formann, ekki andstæðingar hans. En svo er misjafnt hvað flokkarnir hafa slíka kosningu opna.
Sé þessi aðferðafræði þín flutt yfir á "flokk allra landsmanna" þá er formaður hans kosinn af landsfundi flokksins ekki af félagsmönnum í flokknum. 1600 manns voru á síðasta landsfundi og höfðu atkvæðisrétt í formannskjörinu eða innan við þriðjungur þeirra sem þú nefnir til sögunnar í formannkjöri Samfylkingarinnar. Þá væri hlutfall kjósenda hjá D ekki 2.1% eins og hjá Samf. heldur 0.68% og Bjarni Ben hlaut 727 atkvæði í formannskjörinu (á móti 3000 hjá Árna) og þessi 727 atkv gera þá 0.31% stuðning meðal þjóðarinnar.
Árni nýtur því samkvæmt þinni aðferðarfræði rúmlega fjórum sinnum meiri stuðnings meðal þjóðarinnar en Bjarni. Trúlega er það rétt hjá þér.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.2.2013 kl. 15:28
Axel Ég var að benda á hið hróplega misræmi í kjörfylgi Samfylkingar í síðustu kosningum og áhuganum innan Samfylkingarinnar í undanförnum prófkjörum og núna í formannskjörinu. Þetta skoða ég svo í ljósi þeirrar óeðlilegu fjölmiðlaathygli sem þetta innanhúsmál Samfylkingarinnar hefur fengið í Ríkisfjölmiðlinum. Gleymum ekki að Egill tók að sér prívat kynningu á Guðbjarti Hannessyni í Silfrinu og baráttumálum hans eins og formannskjörið vær þjóðkjör! Kannski las hann bloggið mitt þar sem ég mótmælti þessari misnotkun ríkisfjölmiðilsins því alla vega fékk Árni Páll ekki sömu vettlingatök í síðasta Silfri. Ætla má að einhver áhrifamaður hafi kippt í spotta þegar menn áttuðu sig á mismununinni. En Árni talaði sjálfur um lýðræðisveizlu svo hann verður bara að una því að bent sé á hversu fáir létu sig málið varða. Örugglega ekki vegna almenn áhugaleysis heldur vegna þess að mönnum fannst hvorugur kandidatinn góður.
Að blanda formannskjöri Sjálfstæðismanna inn í þessa umræðu er bara allt annað mál. Sjálfstæðismenn velja ekki formann þeir velja leiðtoga Hélt að allir skildu muninn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.2.2013 kl. 16:12
...já núna skil ég, þegar formaðurinn er kallaður leiðtogi, gilda önnur lögmál! Kjáninn ég að sjá það ekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.2.2013 kl. 16:21
Til hamingju með nýja formanninn, Axel. Vonandi verða allir sáttir að leik loknum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.2.2013 kl. 16:52
Svona þér að segja Jóhannes, þá hefði ég kosið Guðbjart hefði ég haft kosningarétt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.2.2013 kl. 19:04
Ég hef alltaf sagt að Samfylkingin hefði átt að kalla Stefán Jón Hafstein til að stýra flokknum. Það er miklu sterkara ef flokkur velur þannig sinn formann heldur en að tækifærissinni velji sér flokk og komist þar til valda á hreinum valdaforsendum. Ég man eftir viðtali við Árna Pál árið 2007, þar sem hann lýsir því hvernig hann og Þórólfur bróðir hanslögðu á ráðin um að koma Árna Páli á þing. Hann hefði alveg eins getað valið Sjálfstæðisflokkinn. þar eru flestir hans starfsfélagar, lögfræðingarnir úr Háskólanum. En Ingibjörg Sólrún breytti Samfylkingunni í hreinan valdaflokk og Árni stökk um borð með hennar stuðning vísan. Þannig er þetta bara
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.2.2013 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.