8.2.2013 | 17:15
Kött the krapp
Tölum um það sem máli skiptir og hættum að dreifa athyglinni með kjaftæði um aukaatriði.
Upphlaupið í kringum íbúafundinn í Grafavogi er dæmi um kjaftæði
Hvort innsetning fingurs í leggöng séu nauðgun eða líkamsmeiðing er líka kjaftæði
Og viðbrögðin við icesavedómnum var algert kjaftæði.
Ég ætla svo ekki að minnast á allt kjaftæðið í kringum kjörið á formanni samfylkingarinnar.
En þetta eru málefnin sem fjölmiðlarnir hafa verið uppfullir af síðustu daga. Og nú er það landsfundur framsóknarflokksins. Eins og það sé ekki nóg af hálfvitavæðingu landans þótt þetta bætist ekki við! Ég neita að taka þátt í þessu
Hvernig væri að sammælast um að slíta nú þegar aðlögunarferlinu að ESB og taka upp samræðu um framtíð EES samningsins í staðinn? Aðildarviðræðurnar, sem eru aðlögunarviðræður hafa komið í veg fyrir að aðrir kostir í gjaldmiðilsmálum hafi verið ræddir. þetta er bara bláköld staðreynd sem hefur verið kaffærð í kjaftæði. Aðlögunarferlið kemur líka í veg fyrir farsæla lausn á uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna og innlausn jöklabréfanna. ESB hyskið getur aldrei leyst það mál án þess að ríkissjóður fari á hliðina eða að hér verði gjaldeyrishöft til framtíðar. Þetta er líka staðreynd sem reynt er að kaffæra mað kjaftæði
Hættum kjaftæðinu og tökumst á við vandamálin af heiðarleika.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.