Auglýsingaharkið hjá RÚV

Rekstur RÚV brýtur margar reglur um samkeppni. Á þetta hefur oftsinnis verið bent.  Bæði af samkeppnisaðilum, óbreyttum neytendum og ekki síst hefur ESA gert formlegar athugasemdir við þetta ríkisapparat sem nýtur bæði ríkisframlags og skekkir auk þess líka auglýsingamarkaðinn með undirboðum.  Og það er þetta auglýsingahark sem er efni þessa pistils. Vegna allra þessara kvartana þá voru samþykktar einhverjar reglur um lengd og tíðni auglýsinga en mér sýnist ekkert eftirlit vera með þessum reglum eins og nýlegt dæmi um sýningu klámmyndbandsins sannar. En varðandi auglýsingar þá verður að gera tvennt og það er í fyrsta lagi að bannað verði að klippa þætti í sundur með auglýsingahléum og að ekki verði sýnd kostunarauglýsing eftir að dagskrárliður hefur verið kynntur.  Það er óþolandi að horfa á þætti eins og Útsvar og þurfa að sitja undir tveim auglýsingahléum í 40 mínútna þætti. Ekki bætir það skapið að þurfa að sitja undir Toyota auglýsingunni með Agli  Ólafssyni á undan öllum bíómyndum bæði föstudags og laugardagskvöld , árið út og árið inn.  Eins og þetta væri ekki nóg þá kórónar nú ayglýsingadeildin ósómann með auglýsingu frá þuríði Ottesen á undan Forbrydelsen.  Eitt er víst að auglýsingar virka þveröfugt á mig og því mun ég aldrei kaupa mér Toyota bíl og ekki skal ég heldur kaupa mér Nutrilink þótt allir liðir festist og ég þurfi að skríða að tölvunni til að skrifa þessa pistla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband