22.2.2013 | 16:16
Landsfundarríma
Í febrúar guggnaði Geir
gafst upp og gat ekki meir
Til Landsfundar kjörinn var kjarni
og krýndur til formanns var Bjarni
En sá sem er valinn til valda
er varla sá sam' og menn halda
Fortíð hins flekklausa manns
er falin í fallinu hans
Þótt sannleikur sjöllum ei henti
við sannanir eigum á prenti
og allt sem að sögðu þeir forðum
er samsafn af ómerkum orðum
En flokki sem finnst það sín stefna
formannsins gamla að hefna
Þeim hrunið er horfið úr huga
og hálfsannleik láta sér duga
Og allt sem að gert var af Geir
greyjunum dugar ei meir
Vor vegur ei stjörnum er stráður
en stefnan sú sama og áður
Meðan svelta hér síhungruð börn
Sjallarnir pakka í vörn
Þeim finnst það víst feiki nóg fórn
að fá ekki að vera í stjórn
Og ábyrgð á engu þeir bera
allt er svo gott sem þeir gera
Réttlætið innvígt og múrað
annarra skít ekki skúrað
Þrasa um þetta ei þarf
enda þáðum við icesave í arf
En þegar um Alþingi það
þrábað að samþykkja bað
Svaraði Bjarni af bragði
barði í borðið og sagði
"Oss binda mun icesave í hlekki
auðvitað semjum við ekki"
En strax og frá Buckheit fékk boðun
Bjarni vill skipta um skoðun
af andstöðu liðið má láta
og lélegum samningi játa
allt virðist stefna beint niður
Og spurning hvort Steingrímur standi
við stýrið á Nýju Íslandi
Ekkert plan b og engin þörf fyrir það | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.