Takmarka þarf öxulþungann

Eins og nú háttar með vegakerfi landsins þá einfaldlega ber það ekki þá þungaflutninga og álag sem fylgt hefur breytingum á útgerðarháttum sérstaklega.  Vegirnir eru ekki byggðir fyrir 40-50 tonna risatrukka og trailera. Enda er Vegagerðin farin að viðurkenna það. Þetta slit sem komið hefur fram núna í vetur er nefnilega ekki síst þeim gífurlegu þungaflutningum að kenna, sem er bein afleiðing ónýtrar fiskveiðistjórnunar.  Að útgerðarmenn séu að flytja fisk fram og aftur eftir ónýtum þjóðvegum á ekki að líðast. Og ef öxulþungi slíkra flutninga verður takmarkaður við 25 tonn þá er þeim sjálfhætt. Enda fer það betur með hráefnið fiskinn að hann sé í kældri fiskilest þar til honum er landað til vinnslu.

Annað sem ekki er talað um, en sem veldur auknum áhyggjum er slysahættan, sem fer vaxandi með auknum túrisma þar sem stórar rútur, fullar af ferðamönnum æða hér um landið í  kapphlaupi við tímann. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær að alvarlegt slys verður þegar mætast flutningabíll og rúta.  Afleiðingar slíks slyss gætu orðið afdrifaríkar fyrir ferðamannaiðnaðinn.


mbl.is Hefja útboð á strandsiglingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband