1.3.2013 | 15:07
Að verja vondan málstað
Kristinn H. Gunnarsson heldur áfram eineltinu gegn Vilhjálmi Birgissyni með nýjum pistli á bloggi sínu í dag. Ekki veit ég hvað honum gengur til. Því að það eina sem kemur út úr svona karpi er, að það er engum lifandi manni fært að reikna út verðtryggðar fjárskuldbindingar og því eru þær ólöglegar miðað við neytendalöggjöfina. Um þetta snýst málið. Ekki sérstaklega um krónur eða aura. Þar fyrir utan eru 16 milljón króna munur á niðurstöðum reiknimeistaranna mikill munur í mínum augum. Ekki spurning að verðtryggingin er þjófnaður. Hvort þjófnaðurinn sé 70 milljónir eða bara 16 milljónir breytir ekki meginröksemdum Vilhjálms Birgissonar.
Kristinn H. Gunnarsson ætti að skammast sín og setja á sig hauspoka. Hann er maður sem misfór gróflega með vald þegar hann var stjórnarformaður Byggðastofnunar. Það eru ekki allir búnir að gleyma því ráðslagi öllu. Og ef Kristinn H. heldur að hann eigi sér framhaldslíf í pólitík með því að ráðast að Vilhjálmi Birgissyni, eina málsvara alþýðunnar, sem þorir að mótmæla ranglæti verðtryggingarinnar, þá er hann að gera alvarleg mistök.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.