Framsóknarbrennimarkið

Steingrímur Hermannsson var síðasti ærlegi Framsóknarmaðurinn á Íslandi. Eftir hans daga hófst niðurlægingarskeið flokksins sem ekki sér fyrir endann á. Þá braust til valda einn sá ómerkilegasti stjórnmálamaður, sem Ísland hefur alið. Sá maður safnaði í kringum sig klíku álíka ómerkilegra manna, sem höfðu bara eitt markmið og það var að sölsa undir sig eigur ríkisins og efnast sjálfir. Þá urðu til stóreignamenn eins og Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson, Gunnlaugur Sigmundsson og Þórólfur Gíslason.

Og þessir menn eru enn að. Og þeir eru enn á kafi í baktjaldamakki innan flokksins.  Þess vegna þurfum við að sjá til þess að þessi spilltasti angi fjórflokksins komist aldrei aftur að stjórn landsins. Við þurfum ávallt að minna fólk á hvernig þessi flokkur hefur leyft spillingunni að grassera á öllum sviðum. Við Reykvíkingar skulum ekki gleyma hvernig Alfreð fór með Orkuveituna.  Þegar hún fer á hausinn þá verður hann talinn eiga mesta sök þar á.  Höldum því til haga.  Og síðan er það blessað Landsspítalaklúðrið. Alfreð á líka mikla sök á þeim milljarði sem þegar er búið að eyða í það verkefni áður en fyrirséð er að nokkuð verði úr þeim framkvæmdum.  Svona er allt sem Framsókn tengist, markerað af spillingu og eftirlitsleysi.  Þeir hafa fengið að fara sínu fram með því að vera sá flokkur sem alltaf hefur verið í þeirri aðstöðu að mynda meirihluta og fengið útá það helmingaskiptavöld. 

Þeir sem trúa því að nýir tímar séu runnir upp með nýju fólki, vaða reyk.  Framsóknarflórinn er fullur af drullu og á meðan að enginn þar, viðurkennir spillinguna þá verður flórinn ekki mokaður.

20% í skoðanakönnunum hljóta að vera merki um minnisglöp af alvarlegu tæi. Og ef unga fólkið heldur að Frosti Sigurjónsson muni breyta einhverju þá verður það fyrir miklum vonbrigðum. Framsóknarstefnan er ekki mótuð af flokksmönnum.  Hún er mótuð af fámennri klíku auðmanna, sem gera allt til að vernda illa fenginn auð sinn. Til þess var Sigmundur Davíð gerður að formanni. Til að passa að Kögunarerfðagóssið glatist ekki heldur heldur margfaldist með dyggri hagsmunavörslu fulltrúa flokksins. 

Ef hér á að verða til réttlátt samfélag þá verðum við að útiloka fjórflokkinn í næstu kosningum.  Alla 5.  Líka hækjuna. 

Við þurfum ekki meiri spillingu. Við þurfum ekki fleiri ræningja. Við þurfum ekki fleiri ár með Framsókn og hinum arðræningjunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óska Gamla sorrí grána alls hins besta. Megi The Glory Days of Framsókn renna upp!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband