15.3.2013 | 14:43
Eru þetta strandsiglingar Ögmundur?
Ég get ómögulega flokkað breytta áætlun Eimskips undir strandsiglingar. Þarna er eingöngu verið að þjóna fiskútflytjendum á 2 stöðum á landinu en ekki byggðunum. Strandsiglingar í mínum huga er sú þjónusta sem beinir öllum vöruflutningum af vegunum með skipum hringinn í kringum landið. Þeir sem væla um lengri flutningstíma skal bent á að breyttur flutningsmáti mun kalla á breytingar í verslun og ýmissi atvinnustarfsemi en alls ekki til hins verra. Strandsiglingarnar munu kalla á fleiri umskipunarhafnir og þannig virka sem bein lyftistöng fyrir landsbyggðina og jafna vægi milli landsbyggðar og höfuðborgar.
Vegakerfið er fyrir okkur öll en ekki bara fáeina gróðapunga í útgerð og fiskvinnslu sem eru búnir að rústa því á síðustu 20 árum.
Brúarfoss lagðist að bryggju á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhannes, gallinn er bara sá að áfram verður keyrt með fisk frá td. Ólafsvík til Hornafjarðar og svo tekinn einhver annar fiskur á Hornafirði og keyrður til Ólafsvíkur, væri ekki ekki nær að vinna fisk sem mest þar sem hann kemur á land heldur en að transporta með hann á trukkum um landið þvert og endilangt? ég er hræddur um að strandsiglingar hafi engin áhrif á þessa vitleysu það þarf eitthvað annað að koma til, þetta er í raun ótrúlegt því að þetta trukka transport með fisk fram og til baka kostar ekkert smáræði.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 15:51
Sæll Kristján, ég held það mætti að ósekju gera mönnum erfitt fyrir að flytja fisk landleiðina. Til dæmis með því að setja 20 tonna öxultakmarkanir á alla vegi. Ef það dugir ekki þarf að taka upp raunverulegan þungaskatt. Ónýtt fiskveiðistjórnunarkerfi lýsir sér einmitt í því að menn eru keyra aflanum fram og aftur um landið. Ef búið væri að skylda menn til að landa öllum afla á markað þá væri hægt að koma í veg fyrir mest af þessu transporti. Þá væri hægt að hugsa sér fjarmarkað þar sem kaupendurnir byðu ákveðið verð miðað við ákveðna löndunarhöfn. Þá myndi verða til raunverulegur byggðakvóti því ekki geta litlu bátarnir og dagróðrarbátarnir siglt heim með aflann ef þeir eiga langt að sækja. Menn þurfa bara að hafa pólitískan kjark til að móta þjóðhagslega besta fyrirkomulagið. Þessar lyddur sem nú sitja í ríkisstjórn þora engu að breyta. Enda vanir að taka við skipunum frá SA og LÍÚ.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.3.2013 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.