Nú þarf að staldra við

Eins og svo oft eru það þeir, sem minnst vita og kunna sem öllu ráða. Þetta er búið að vera böl okkar Íslendinga alla síðustu öld og fram á þennan dag.  Nú þarf að staldra við áður en meira ólán hlýzt af óðagoti stjórnmála og embættismanna og kanna allar aðstæður í Landeyjarhöfn. Allt tal um að nota þessa höfn óbreytta og með minna skipi, sem heilsárshöfn hljómar ekki gáfulega og alls ekki traustvekjandi.

Allir sem vit hafa á, telja framburð Markarfljóts skapa öll þessi vandræði. Þess vegna á að kanna möguleikann á því að láta fljótið leysa vandann.  Það verði gert með því að veita fljótinu í gegnum höfnina og fylgjast með hvaða áhrif það hefur á framburðinn og ekki sízt sandrifin og straumana fyrir framan hafnarmynnið. Fyrst hægt var að veita fljótinu austur með litlum kostnaði ætti ekki að vera erfitt að veita því aftur vestur og þá í gegnum höfnina.  Gefa þyrfti þessari tilraun þann tíma sem þarf og fresta á meðan öllum siglingum í Landeyjarhöfn.  Þetta held ég að gæti orðið verðugt verkefni fyrir verkfræðingana að spreyta sig á.  En lykilorðið er náttúrulega að lágmarka kostnað. Sá kostnaður sem fyrirsjáanlegur er miðað við óbreytt ástand er óásættanlegur.

Svo er það hættan á Kötlugosi og hvaða afleiðingar það gæti haft á þessu svæði. Hamfarahlaup gæti vel breytt farvegi Markarfljóts þannig að við ekkert verði ráðið. Og þá er ekkert vit að eyða milljörðum í að moka sandi úr þessari glópahöfn


mbl.is Straumar valda Herjólfi erfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband