Löggjafinn býr til glæpamenn

Í þessu forsjárhyggjuþjóðfélagi sem við lifum í eru það fulltrúar okkar á löggjafarsamkundunni sem eru helsta vandamálið. Uppskriftin að góðu samfélagi felst ekki í því að setja lög og reglur um allt og ekkert.  þvert á móti þá ætti aðeins að takmarka frelsi einstaklinga ef hætta er á að þeir valdi sjálfum sér eða öðrum verulegu tjóni.  Það ætti að vera grundvöllur og andi allrar lagasetningar.

Vegna tilrauna löggjafans til að setja lög sem engin þörf er fyrir þá hefur orðið til annað samfélag í landinu sem lýtur stjórn skipulagðra glæpagengja.  Þetta samfélag er ekki í lögum við okkur hin og þar eins og í þessu viðurkennda samfélagi eru völdin tryggð með pýramídakerfi.  Þess vegna býta eingin lög. Það næst aldrei til þeirra sem stjórna.

Eina leiðin til að sporna við afbrotum er að afnema sem flest af þessum vitlausu lögum og láta þegna þessa lands bera ábyrgð , hvern og einn á sínu lífi og sínum mistökum. Ekki búa til glæpalýð úr ógæfufólki og hrasgjörnum og ístöðulausum einstaklingum.  Það þarf ekkert að lögleiða fíkniefni, vændi eða fjárhættuspil en það á ekki heldur að banna það.  Við eigum að vera manneskjur til að setja okkur okkar eigin siðareglur og lifa eftir þeim.

Og við eigum að vera miklu hræddari við þessa jakkafataklæddu menn með fína hálstauið sem við mætum á Austurvelli heldur en rasssíða skítuga miðaldra kalla á mótorhjólum.


mbl.is Vandinn hverfur ekki og neysla eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hver og einn á og verður að bera ábyrgð á eigin vali. Boð og bönn redda engu. Í dag er búið að glæpavæða alltof mikið og hið opinbera er farið að skipta sér að því hvað við borðum. Hvað er næst?

Þetta er einfaldlega rangt hjá afbrotafræðingnum að neysla aukist, við höfum dæmi frá Portúgal sem sanna annað. Sömuleiðis höfum við reynsluna frá bannárunum sem sýna svart á hvítu hvað gerist. Kannski afbrotafræðingurinn þurfi að lesa sér aðeins til?

Allir hefðu gott af því að lesa þetta:

http://www.lysanderspooner.org/VicesAreNotCrimes.htm

Af hverju læra lögfræðingar ekki svona efni?

Helgi (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 09:12

2 Smámynd: Landfari

Ef fíkniefni eru ekki bönnuð þá eru þau lögleg. Það er ekkert millistig þarna á milli eins og þú virðist halda.

Við neyslu fíkniefna er veruleg hætta á að viðkomandi valdi sjálfum sér og/eða öðrum verulegu tjóni. Þess vegna eru þau bönnuð.

Landfari, 25.3.2013 kl. 09:19

3 identicon

Landafari þú virðist ekki gera þér grein fyrir því að áfengi er 4 hættulegasta dóp í heimi það er löglegt morfín og kódein eru ópíumefni sem setur þau í 1 sæti yfir hættulegasta dóp í heimi (löglegt) methilfenidat(rítalín) 5sæti löglegt XTC 18 sæti ólöglegt LSD 20sæti ólöglegt kannabis 14sæti ólöglegt .... ertu að sjá hrokan og vitleisuna í þessu ef að bann stefnan virkaði á sjúkdóminn Alkahólisma þá ætti að banna geðsjúkdóma og influensu líka og ef að þetta er ekki til að banna sjúkdóm því það sjá allir hvað það er heimskulegt þá er þetta bann í bestafalli innantómur hroki í vesta falli óúthugsuð heimska illagefina manna .... í hvor hópnum lendir þú?

óvirkur fíkill (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband