27.3.2013 | 21:01
Lágmark að upplýsa hver eigi bankana
Nú þegar hlaupatíkin hefur opnað á viðræður við óþekkta eigendur Íslandsbanka og Arion banka þá verður að gera kröfu til þess að birtur verði tæmandi listi yfir alla sem tilheyra þessum hrægömmum. Frekari leynd verður ekki liðin.
Vilja ræða hugsanlega sölu banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.3.2013 kl. 22:01
Hér er listi yfir þá sem eiga yfir 1% krafna í þrotabú Kaupþings og Glitnis: http://www.althingi.is/altext/141/s/0906.html
Þrotabúin eiga svo nýju bankana tvo, en íslenska ríkið á þar á móti 5% í nýja Íslandsbanka og 15% í Arion (nýja Kaupþingi).
Stærstu kröfuhafar í þrotabú Landsbankans eru þekktir, í þessari röð: tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta, breski innstæðutryggingasjóðurinn, hollenski seðlabankinn, Nýji Landsbankinn NBI (sem hlýtur að eiga skaðabótakröfu á gamla bankann fyrir ólöglegu gengislánin) og þeir innstæðueigendur sem eiga forgangskröfur. Svo hlýtur íslenska ríkið eiga endurkröfu á hann fyrir skaðann sem hlaust af Icesave málinu og kostnaði ríkisins við að leiða það til lykta á farsælan hátt.
Þetta eru í rauninni þeir sem eiga bankana. Svo á ríkið Íbúðalánasjóð.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2013 kl. 03:19
En við viljum vita hverjir eiga kröfurnar í þrotabúin Guðmundur. Ekki bara einhver nöfn á aflandsfélögum og hrægammasjóðum. Hvaða Íslandingar það eru sem standa á bakvið þessi aflandsfélög. Vitað er um óeðlileg tengsl útrásardólga við skilanefndarmenn eins og Árna Tómasson. Ég vil að upplýst verði um nöfn allra Íslendinga sem eiga hlut í félögum sem eiga kröfur í þrotabúin og þar með í þessa banka.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.3.2013 kl. 05:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.