28.3.2013 | 18:49
Hagnýtt háskólanám
Íslenzk menntastefna er ónýt. Hér fá nánast allir að skrá sig í háskólanám, óháð nauðsynlegri lágmarksmenntun, áhuga eða framtíðar atvinnumöguleikum. Enda sjá það allir að 320 þúsund manna frumstætt veiðimannaþjóðfélag á ekki að reka 9 háskóla. Þetta óhefta framboð á námi er þjóðfélaginu dýrt. Ekki bara í glötuðum vinnustundum heldur ekki síður í atgervisflótta frá hagnýtu námi.
Ómögulegt er að færa rök fyrir mikilvægi þess að framleiða hér alla þessa stjórnmálafræðinga, félagsfræðinga, kynjafræðinga og hvað þær nú heita þessar nýju greinar innan félagsvísindanna. En vegna þess að hér er ekki rekin hagnýt menntastefna þá sitjum við uppi með fullt af illa gefnu fólki með fullt af flottum háskólagráðum en enga vinnu eða vinnu sem skapar engin verðmæti sem er náttúrulega miklu verra.
Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt. Við þurfum að reka okkar þjóðfélag af skynsemi, ekki grillum. það þarf að aga þetta þjóðfélag. Agaleysið er verst af öllu. Hátt menntunarstig er gott en það þarf að vera innistæða fyrir því. Af hverju skyldu vera svona hátt hlutfall af rígfullorðnu fólki í háskólanámi? það er vegna þess að það kostar þetta fólk lítið sem ekkert. samt kostar það þjóðfélagið milljarða!
Ég vil sjá breytingar. Hér ætti að fækka háskólum í 3 og marka stefnu sem útilokar að fólk geti nýtt sér nám eins og félagslegt úrræði. Það þarf að vera samfella í námi frá upphafi til enda. Þetta brottfall íslenskra nemenda er sér-íslenskt fyrirbæri sem þarf að útrýma. Og það á bara að bjóða upp á þjóðhagslega hagnýtt nám. Hér vantar tæknimenntað fólk. Hér vantar ekki fleiri hagfræðibullara eða kynjafræðinga með nærbuxnafeminisma sem sérgrein.
Og ef fólk vill á gamals aldri bæta við sig menntun þá á það að greiða fyrir fullt verð. Svona 500 þúsund að lágmarki fyrir önnina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Athyglisverður pistill.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 19:45
Er það jákvætt eða neikvætt Haukur ?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.3.2013 kl. 20:25
Þetta er góður pistill hjá þér Jóhannes.
Menntastefnan er kannski ekki ónýt, en arfa léleg. Allir, flest allir, taka stúdentspróf, sem verður þar með ónýt mælistika fyrir framhaldsnám.
Háskólar eru of dýrar stofnanir til að kenna fólki að lesa og skrifa.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.