Friðhelgi stofnunar, húss eða manna

Ásta Ragnheiður var aldrei beittasti hnífurinn í skúffu Samfylkingarinnar.  Þvi bera fjölmörg orð hennar vitni.  Í síðustu viku taldi þessi kona að taka ætti skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg og afhenda það Alþingi af því Alþingi væri friðhelgt samkvæmt ákvæði í stjórnarskránni.  Þá var Alþingi ekki stofnun í hennar huga heldur var Alþingi,  Alþingishúsið og næsta nágrenni.

En núna þegar hún fjallar um aumkunarverða frammistöðu hennar sjálfrar og meirihluta þingmanna þá hentar að vísa til Alþingis sem huglægrar stofnunar!  Er nema von að virðingin dvíni þegar svona er bullað og það í fullri alvöru.

Það er sama sem merki milli Alþingis og þeirra fulltrúa sem það skipa hverju sinni. Alþingi er ekki húsið sem hýsir þingstörfin. Enda er heimild til að færa Alþingi til eftir hentugleikum.

Og bara svo það komi fram þá ber ég ekkert traust til Alþingis sem stofnunar.  Það traust hvarf þegar Ásta Ragnheiður henti stjórnarskrárfrumvarpinu í ruslið.


mbl.is Traust á Alþingi en ekki þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband