Raðgjaldþrot verði gerð refsiverð

Raðgjaldþrot eru ekkert annað en fjársvik af verstu gerð.  Þess vegna er það óskiljanlegt að ekki sé búið að stemma stigu við þessum hvítflibbaglæpum núna árið 2013. Varla  eru menn að skýla sér á bak við evrópureglur eða hvað??  Eitt gjaldþrot er kannski hægt að afsaka með óheppni en þegar sami maður setur hvert félagið í þrot á fætur öðru þá er um skipulagða glæpastarfsemi að ræða.

Þessu þarf að breyta. Það á að gera allar eignir þessara manna upptækar því þær eru hvort sem er allar stolnar.  Gjaldþrotalögin eru ónýt eins og svo margt í þessu rotna þjóðfélagi klíkuvæðingarinnar.


mbl.is Iceland Express farið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Í það minsta það á að banna þessum óþverum að byrja upp á nýtt, í minsta kosti 10 ár ef ekki lengur.

Ég hef samúð með starfsmönnum þessara aumingja, sem missa vinnuna og kanski húsnæðið af því að það eru engar tekjur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.3.2013 kl. 21:20

2 identicon

Þar sem þessi maður er, eins og fjöldi annarra, hluthafi í þessum gjaldþrota félögum þá er lítið hægt að gera hafi ekkert ólögmætt átt sér stað. Og engin ástæða til að gera neitt. Á hverju ári eru fjöldi fyrirtækja stofnuð og mörg þeirra verða gjaldþrota. Markaðsaðstæður fyrir ferðaskrifstofu, pípulagningarfyrirtæki, íþróttavöruverslun eða bakarí geta orðið óhagstæð og orsakað gjaldþrot. Flest gjaldþrot eru einstaklingar sem eru með allt sitt undir í sínu verkstæði, hárgreiðslustofu eða fjölskyldufyrirtæki. Og ekki er óalgengt sé fyrirtækið örlítið stærra að þó einn sé í forsvari þá séu starfsmenn og jafnvel kröfuhafar meðal eigenda. Stór hluti Íslensku þjóðarinnar hafa verið eigandur, hluthafar, í fyrirtækjum sem urðu gjaldþrota.

Auðveldast, og eina leiðin til að fækka gjaldþrotum fyrirtækja, er að banna stofnun fyrirtækja eða setja lög sem gera óheppni og tap refsivert.

Ufsi (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband