Ragnars Reykáss syndromið

Ólafur Arnarsson hagfræðingur útrásarinnar er stríðinn penni. Hann hefur verið að pota í kollega sínn Þórólf Matthíasson icesave-prófessor Samfylkingarinnar undanfarið.  Í nýjasta pistlinum skýtur hann þó yfir markið.  Því þrætubókarlist Þórólfs er miklu frekar í ætt við Ragnars Reykáss heilkennið en að vera einhver fullkomnun á rökræðulistinni.

Mjög fáir taka lengur nokkurt mark á icesave-prófessornum eftir dæmalausa framgöngu hans í að koma óafturkræfum 70 milljarða vaxtagreiðslum vegna icesave lána Breta og Hollendinga yfir á íslenska skattgreiðendur.  Og hvernig hann reiknaði það út að það væri hagkvæmt ætti náttúrulega að taka upp sem kennsluefni í Háskólanum, í því  hvernig ekki á að beita huglægri fræðigrein í úrlausn á pólitísku deilumáli.

Flestir hagfræðingar þjást af Ragnars Reykáss syndrominu af því að það eru takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga í að verja rangar kenningar.  Það hlýtur að koma að því að menn átti sig á að hagfræði er ekki absolut vísindi.  Þegar það verður almennt viðurkennt þá munu menn lenda  í mótsögn við sjálfa sig. Eins og Ragnar Reykás. Þeir sem verja verðtrygginguna núna, munu allir þurfa að éta ofan sig bullið sem einkennir umræðuna.  Slíkt hið sama mun bíða þeirra sem núna tala hæst um hagræn áhrif kvótastýringa í landbúnaði og sjávarútvegi.

Útrýmum Ragnars Reykáss syndróminu til hagsbóta fyrir lífskjörin í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband