12.4.2013 | 06:26
Framsókn, Píratar og VG
Eins og landið liggur í hinu pólitíska landslagi þá finnst mér líklegast að þessir 3 flokkar muni mynda hér næstu ríkisstjórn. Björt Framtíð er búin að mála sig út í horn með einstrengingslegri afstöðu til ESB aðildarinnar.
Ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn vilji taka sæti í ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokks þótt þeim stæði það til boða. Og ef fer sem horfir að VG og Píratar nái hvor um sig 5-6 þingmönnum þá nægir það til öruggs meirihluta miðað við að Framsókn nái 22+
Málefnalega sýnist mér að þessir flokkar eða framboð geti vel náð saman um brýnustu verkefni sem bíða nýrrar ríkisstjórnar. Þar mun bera hæst úrlausn á skuldavanda heimilanna og mótun efnahagsstefnu án aðildar að ESB og upptöku evru.
Þó að ESB aðildin hafi ekki orðið kosningamál þá mun afstaðan til þeirrar aðildar skipta sköpum í hverjir munu vinna saman eftir kosningar.
Meiri líkur á vinstristjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef það leyndust villikettir í VG..... hvernig eru þá Píratar.
Gangi XB vel að smalla saman köttum ef þetta verður veruleikinn.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2013 kl. 07:51
Við vitum hvar Birgitta, Aðalheiður og Smári standa og fyrir hvað þau standa. Það verður ekki vandamál.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.4.2013 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.