12.4.2013 | 16:43
Sýndarmennskueftirlit
Samkeppniseftirlit í fákeppnis og einokunarumhverfi er marklaust sýndarmennskueftirlit. Og viðurlögin bíta ekki eins og allir vita. Fyrst þarf að skilgreina markaðinn þannig að ekki sé verið að beita fákeppnisfyrirtæki samkeppnisviðurlögum og í öðru lagi á að sekta stjórnendur fyrirtækjanna persónulega. Ekki fyrirtækin sjálf. Löngu tímabært að hálaunaðir framkvæmdastjórar fari að taka ábyrgð á stjórnun fyrirtækjanna. Sektir samkeppniseftirlitssins hafa hingað til lent á neytendum í formi verðhækkana. Síminn, Valitor og olíufélögin, svo nýleg dæmi séu tekin, eru ekki að starfa á samkeppnismarkaði. Það hlýtur hinn pólitískt ráðni forstjóri samkeppniseftirlitsins að átta sig á. Ef ekki er hann ekki starfi sínu vaxinn
Greiði hálfan milljarð í sekt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.