Síðasta vígi Samfylkingarinnar

Seðlabankinn er síðasta vígi samfylkingarinnar og innlimunarsinnanna.  Þess vegna verður það sennilega fyrsta þingmál Sigmundar á vorþinginu að setja lög um Seðlabankann.  Það gæti nefnilega reynst næstu ríkisstjórn jafnerfitt að stjórna efnahagsmálunum með Má Guðmundsson í sæti Seðlabankastjóra og það var Jóhönnustjórninni óbærilegt að hafa Davíð Oddsson í því embætti.  Það dylst engum að Már Guðmundsson hefur verið primus motor í því að koma íslandi inn í ESB.  Hann er sennilega sá sem best tengslin hefur við bankakerfið í Brussel og það var að hans og þeirra ráðum sem línan var lögð í icesave deilunni.  Sama enduróm mátti lengi heyra af vörum Samfylkingarfólks í sambandi við samningana við erlendu kröfuhafana.  Þar átti ekki að ganga fram af neinni hörku.  Hvað þá að setja á þá útgönguskatt.  Það var ekki fyrr en Lilja Mósesdóttir fór að vekja athygli á hættunni og koma með tillögur að lausn, að viðhorfsbreyting varð.  En enn eimir samt eftir af undirlægjuhættinum í máli einstaka Samfylkingarfólks, s.s Kristrúnar Heimisdóttur.  Þetta fólk trúir á erlent kapital og vill ganga ansi langt í að styggja ekki þá sem þau halda að ráði efnahagslegum örlögum okkar. 

En það er löngu tímabært að við setjum okkur okkar eigin stefnu.  Hvernig við ætlum að leysa efnahagsfjötrana á okkar eigin forsendum.  Það er ekki þörf fyrir Má Guðmundsson í þeirri  vinnu. Og við þurfum að endurskoða EES samninginn.  Það gengur ekki að vera með krónu í höftum og á sama tíma að vera með fljótandi gengi og sýndarmarkað með krónuna.

það verður fróðlegt að fylgjast með hvaða skoðun Sigmundur og Bjarni hafa á þessum málum.  Verður kannski Lilja Mósesdóttir næsti Seðlabankastjóri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

 Ekki tekur því að gera Lilju að seðlabankastjóra, þann stutta tíma sem Seðlabankinn á eftir að vera starfræktur.  

Að bræða Snjóhengju og slökkva eignabruna er auðvelt með fastgengi

 Loftur Altice Þorsteinsson. 

Samstaða þjóðar, 6.5.2013 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband