Hvaða Davíð?

Viðræður Sigmundar og Davíðs hefjast í dag

Formlegar viðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um myndun nýrrar ríkisstjórnar hefjast í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tilkynnti þessa ákvörðun sína í gær, á fimmta degi frá því hann fékk stjórnarmyndunarumboð úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.

Sigmundur Davíð sagði í viðtali við fréttastofu RÚV að hann hefði talið eðlilegt næsta skref að hefja viðræður við sjálfstæðismenn, eftir undirbúningsviðræður hans við formenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Þetta væri vegna þess að ákveðinn grundvöllur væri að viðræðum framsóknarmanna og sjálfstæðismanna um skuldamálin. Sjálfstæðismenn hefðu fallist á að ræða skuldamálin á þeim grunni sem framsóknarmenn hefðu talað fyrir í kosningabaráttunni. Á móti fallist framsóknarmenn á að ræða líka lausnir sem sjálfstæðismenn leggja til.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Klaufaleg mistök eða ásetningur?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.5.2013 kl. 08:42

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.5.2013 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband