Pólitíkin snýst ekki um pólitík

Nú hefur Sigmundur staðfest það sem margir óttuðust að Framsókn hefur ekkert breytzt. Þar er sami gamli hentistefnuflokkurinn á ferð og áður.  Sigmundur sem kom inn í islenzka flokkapólitík á grundvelli eins deilumáls stendur ekki undir væntingum. Það getur verið að það sé betra að semja um stjórnarsamstarf við 1 flokk í stað tveggja en pólitík á ekki að snúast um persónur.  Pólitíkin hans Sigmundar snýst bara um hans eigin persónu virðist vera.  Og hvernig stendur á því að þingflokkurinn sé ekki hafður með í ráðum um hugsanlegar stjórnarmyndunarviðræður?  Erum við að fara að endurtaka foringjaræði Halldórs og Davíðs í þeim Sigmundi og Bjarna.  Öll þekkjum við hvað það leiddi af sér.  Enn er von um að þessar viðræður sem nú eru ráðgerðar leiði ekki til neins.  Þegar fleiri koma að borðinu er ekki víst að formennirnir ráði ferðinni.  Eitt er víst að eftirmálar hrunsins verða ekki gerðir upp með einhverjum skattalækkunum eða sýndarskuldaleiðréttingum.  Fólk þarf að fá tryggingu fyrir því að ríkisstjórn hver sem hún verður, vinni að heildarendurreisn í þágu allra en ekki bara sumra.  Og meðan Sjalfstæðisflokkurinn er ekki tilbúinn að hætta sérhagsmunagæslunni og stóriðjudekrinu þá mun allt loga hér í deilum sem fyrr.
mbl.is Byggja viðræður á stefnu Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Foringjaræði Halldórs og Davíðs já. Alltaf eru Jóhanna og Steingrímur jafnstikkfrí hjá stjórnarandstöðuandstöðunni. Kannski fáum við alvöru stjórnarandstöðu aftur?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 15:34

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Alvöru stjórnarandstöðu!  Fyrirgefðu, hvenær var það aftur?  2007-2009? Steingrímur og Ögmundur?  Jú það gæti orðið athyglisvert að fylgjast með þeim í stjórnarandstöðu. Kannski að Steingrímur útskýri aðkomu AGS að síðustu ríkisstjórn og hvort það valdaafsal var í samræmi við stjórnarskrána

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.5.2013 kl. 20:35

3 identicon

Fær Steingrímur ekki bara rósir eins og Jóhanna? Og húrrahróp?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 20:58

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það væri eftir öðru. Svikarar leystir út með rósum, Hannesi Hólmsteini boðið í silfrið og ekki þverfótað fyrir Svavari Gestssyni  í öllum miðlum, sjónvarps og útvarps. Og sjálfstæðisflokkurinn á leið í ríkisstjórn!  Það er rétt hjá Andra Snæ að við erum þroskaheft þjóð sem elskum kvalara okkar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.5.2013 kl. 21:12

5 identicon

Hannes og Svavar eru ekki í stjórn. Á sama tíma og Jóhanna tók við rósum sagði Andri að Svandís væri frábær stjórnmálamaður. Má biðja um aðeins minni persónudýrkun og aðeins meiri gagnrýni?

http://visir.is/islendingar-eiga-ad-haetta-vid-oliuleit-a-drekasvaedinu/article/2013130509553

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband