9.5.2013 | 06:30
Smásöluverzlun í höndum ræningja
Mikill blekkingarleikur er nú í gangi að telja neytendum trú um að hér ríki einhver samkeppni í verslun og viðskiptum. Margir taka þátt og margir ganga ansi langt eins og til dæmis ASÍ, samkeppniseftirlitið og svo náttúrulega eigendur þeirra smásölurisa sem leyft hefur verið að skipta kökunni á milli sín.
Þegar Arion Banka var leyft að selja Hagkaup-Bónus til kjölfestufjárfestanna sem auðguðust með því að taka snúning á Húsasmiðjunni, þá varð ljóst að neytendur yrðu látnir borga fyrir þau viðskipti með óhóflegri hækkun á matvöru. Þetta hefur gengið eftir. Verðlag í Bónus hefur hækkað um 100% frá því að keðjan var sett á markað og eigendurnir hafa makað krókinn á einokunarstöðu fyrirtækisins. Þetta gerist af því hér ríkir engin samkeppni. Bónus ræður verðlagningunni og allir hinir fylgja á eftir. Og af því Bónus er fyrirtæki á markaði og þarf að skila eigendum sínum ríkulegum arði þá græða allir hinir líka. Þetta sést á þessu línuriti. Iceland var selt um áramótin síðustu og sameinað okurfyrirtækinu 10-11 og eftir þann gjörning hefur verðlag stigið þráðbeint upp á við á vörum sem ekki eru í vörukörfu ASÍ. Eins er það með Krónuna og Nóatún. Þar hefur verðlag elt allar hækkanir í Bónus óháð gæðum vörunnar.
Eina matvöruverslunin sem reynir að halda verðlagi í skefjum er Víðir og kannski Kostur. En á meðan heimskur almúginn heldur áfram að láta traðka á sér og versla við ræningjalýðinn í Bónus-Samkaupum þá munum við sitja uppi með þessa einokun á smásölumarkaði í boði Samkeppniseftirlitsins og Alþingis. En þetta þarf ekki að vera svona. Jóhannes Jónsson breytti þessu hér áður. Einhver annar getur gert það aftur
Verð breyttist minnst hjá Nettó og Víði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.