Af hverju reka þeir ekki Dýrleifu Skjóldal?

Þessi frétt sem birtist á vef RUV fyrir nokkru, er búin að vera að gerjast í huga mér.  Í fyrstu hélt ég að þetta væri grín, en þar sem fréttin stendur enn þá reikna ég með að manneskjunni sé fúlasta alvara.

Leikskólakennari á Akureyri telur að breytingar á andapollinum, neðan við sundlaug bæjarins, geti alið á fordómum. Búið er að koma þar upp girðingu til þess að halda mávum frá andarungum. Akureyri vikublað greinir frá.

„Mér finnst við á óbeinan hátt vera að kenna börnum okkar að sumir fuglar séu betri en aðrir. Að þeir sem hafi verið hér fyrir eigi allan rétt og að „aðfluttir" séu öðruvísi, eitthvað sem þarf að verjast með öllum ráðum. Og ég velti fyrir mér hvort þetta megi heimfæra upp á okkur Íslendinga og fordóma okkar gagnvart erlendu fólki sem hingað flytur." Þetta segir Dýrleif Skjóldal, leikskóla- og sundkennari.

Að mati Dýrleifar eru mávar mikilvægir í hreinsunarstarfi. „Mér finnst mávurinn bæði klár og fallegur og finnst við sýna okkar rasistaeðli með því hvernig við tökum hann út úr mengi fugla og stimplum hann sem ömurlegan." Bæjarstjóri Akureyrar, Eiríkur Björn Björgvinsson, segir bæjarbúa almennt sátta við breytingarnar enda njóti mávar ekki mikillar samúðar sökum frekju og yfirgangs gagnvart öðrum fuglum.

Jahá! (löng þögn)  Hvað er hér á ferðinni? getur einhver útskýrt það fyrir mér?  Akureyringar eru ekki þekktir fyrir umburðarlyndi samanber brottrekstur Snorra Óskarssonar af miklu minna tilefni svo ég velti fyrir mér hvers eiga litlu börnin á leikskólanum þar sem Dýrleif heilaþvær, að gjalda?  Hvers konar einstaklinga eru leikskólarnir að búa til?  Þegar saklaus aðgerð til að vernda andarunga fyrir varginum er lögð út á versta veg og jafnað við rasisma þá er ég hættur að skilja.  Er ég  þó tilbúinn að viðurkenna ólíklegustu skoðanir, sem margir mundu kalla argasta bull.

Nema náttúrulega að þetta sé líkingamál hjá Dýrleifu og hún sé þarna að skjóta á Akureyringa fyrir hve erfitt sé fyrir aðkomumenn að öðlast þegnrétt í bænumWink  það þekki ég vel verandi ættaður utan af strönd.  Og ef Dýrleif er að austan eins og nafnið bendir til þá er sú kenning miklu sennilegri heldur en rasistakenningin sem blaðamaður Vikudags gleypir við....Hún er þá sjálf í hlutverki mávsins en innfæddir í hlutverki andarungaLoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fljúga máfarnir ekki bara yfir girðinguna?

einar (IP-tala skráð) 27.5.2013 kl. 18:29

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Góð spurning.  En mig minnir að þessi girðing nái yfir pollinn. eins og öfugt L í laginu.  Er ekki viss þó

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.5.2013 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband