27.5.2013 | 18:42
Gísli Marteinn gangi í Framsóknarflokkinn
Sjálfstæðisflokkurinn hefur greinilega hafnað honum sem næsta borgarstjóraefni flokksins í Reykjavík. Þess vegna á Gísli Marteinn að bregðast strax við og bjóða Framsóknarflokknum krafta sína í næstu kosningum. Gísli ætlar að verða atvinnupólitíkus þegar hann verður stór og hlýtur sem slíkur að róa á gjöfulli mið en borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna er. Enda sagði Gísli Marteinn skilið við hinn harða kjarna flokksins á dögunum, þeim sama, sem nú hefur sett hann út í kuldann. Hann hlýtur því að vera að hugsa sitt mál enda stutt í næstu sveitastjórnarkosningar. Og Gísli með sitt nám í skipulagsfræðum og óljósu skólagöngu eins og Sigmundur Davíð, ætti að eiga samhljóm með hinni nýju Framsókn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.