Aumingja Vigdís

Vigdís er óreyndur stjórnmálamaður og nú er hún látin gjalda þess.  Það er bara ömurlegt að horfa upp á blogghjörðina atast í henni eins og hýenur að atast í særðri bráð.  Eins og hýenur af því það var ekki blogghjörðin sem felldi Vigdísi.  Nei það var hún sjálf sem gaf þennan höggstað á sér með hreinskilni sinni.  Betur að við hefðum fleiri slíka stjórnmálamenn sem eru óhræddir að hafa skoðanir og  standa við þær.  Við þurfum ekkert endilega að vera sammála þeim skoðunum en það er af hinu góða að vita hverjar skoðanir fulltrúar þjóðarinnar eru svo maður geti brugðist við í tíma.

Vigdís hefur alltaf komið heiðarlega fram og alltaf talað skýrt varðandi aðild að ESB, aðlögunarferlinu öllu, IPA styrkjunum og fréttaflutningi RUV af þessu öllu.  

En hún vanmat pólitíska skrílinn.  Þessi skríll situr eins og hýenur og vaktar bráðina og þegar bráðin gefur höggstað á sér þá er henni engin miskunn sýnd.   En lygarar, þjófar og fyllibyttur fá að vera í friði fyrir þessum skríl af því þeir hafa vit á að vekja ekki óþarfa athygli.  Eru bara hlýðnir liðsmenn og rugga aldrei bátnum.  

Ég hef svosem engar áhyggjur af Vigdísi sem slíkri en ég hef meiri áhyggjur af stjórnuninni á RUV og hvernig sú stofnun svíkst undan skyldum sínum, sem er að miðla fréttum á hlutlægan hátt og ekki síst að spyrja gagnrýninna spurninga um stór mál eins og ESB aðlögunina, fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar og spillingarmál tengdum kirkjunni til dæmis.  Þá ríkir þögnin ein.  Mörg fleiri mál er hægt að nefna þar sem RUV hefur beinlínis verið stýrt í þeim tilgangi að móta skoðanir og stýra umræðunni.  Spyrjið bara Ástþór eða Ólaf Ragnar.

Það er til að dreifa athyglinni frá ömurlegri fréttamennsku á RUV sem ráðist er á Vigdísi Hauks.  Þetta er þekkt aðferð.  En við þurfum ekkert að falla fyrir þessu.  Uppstokkun á þessu einkabatteríi sem RUV er orðið, undir stjórn Páls Magnússonar er löngu tímabær.  Og allt tal starfsmanna RUV um meiri peninga þeim til handa er ósvífni á hærra stigi en vanalegt er. Þótt Eyjamenn séu svo sem þekktir fyrir ósvífni er óþarfi af  Páli Magnússyni að toppa menn eins og Árna bæjó eða Guðjón bæjó.

Að það skuli fara 4 milljarðar af skattfé plús allar sértekjur af auglýsingum til reksturs RUV ohf, á hverju ári, nær engri átt.  Í raun er engin þörf á Ríkisfjölmiðli, hvorki talrás né sjónvarpsrás.  Við höfum allar þær rásir við höndina sem þörf er á í gegnum dreifileiðir síma og ljósleiðarafyrirtækja.  Af hverju að horfa á alla þessa dönsku þætti á RUV þegar við getum gerst áskrifendur að DR1, BBC CNN og mörgum fleiri stöðvum á helmingi lægra verði en nauðungaráskriftin er og bara eitt gjald fyrir hvert heimili.  Ekki nefgjald eins og þetta fáránlega útvarpsgjald er.

Miklu skynsamlegra er að veita þessum fjármunum í innlenda kvikmyndagerð, fræðslumyndir, framhaldsþætti og barnaefni með því skilyrði að það sé sýnt í opinni dagskrá á þeirri einkastöð sem býður best.  

Það er í raun dapurlegt að horfa upp á hvernig vanhæfir stjórnendur hafa grafið undan þessu fjöreggi þjóðarinnar með slæmum ákvörðunum.  Og þá er ég að tala líka um þá sem stjórnuðu á undan Páli, Óðni, Sigrúnu og  Þórhalli.

Það eru 10 ár síðan tæknibyltingin gerði hefðbundið útvarp og sjónvarp óþarft.  Í dag streymum við öllu sem vekur áhuga í gegnum internetið.  Hvort sem við viljum live fréttir frá götuhorni í Kairo eða nýjasta smellinn með Doctor Gunna á youtube, allt er þetta innan seilingar og engin þörf á að bíða eftir ritskoðuðum fréttum  í monotóniskum flutningi Boga Ágústssonar,  á slaginu 7.  Það er löngu liðin tíð og ég skora á ruv að birta réttar tölur um áhorf.  Þá sjáum við hver þróunin hefur verið og getum tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Í mínum huga er starfsmaður með fjögurra ára starfsaldur ekki óreyndur.   Ef fyrirtæki ræður sér starfsmann og hann er enn " óreyndur " eftir fjögurra ára starf er nokkuð útséð að hann verður alltaf í gæðaflokknum " óreyndur "

Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2013 kl. 15:53

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Miðað við íslenska stjórnmálahefð er Vigdís óreyndur nýgræðingur.  Hún hefur ekki verið alin upp í ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins né var hún valin af flokkseigendamaskínunni til að fara í framboð árið 2009.  Það var beinlínis unnið gegn því framboði af t.d Gylfa Arnbjörssyni þótt það komi ekki málinu við.  Vigdís er í pólitík á eigin forsendum sem er náttúrulega ekki vel séð af þeim sem ráða bak við tjöldin.  Valdastéttin, sem meðal annars starfsmaður Jóns Ásgeirs, Ólafur Stephenssen talar fyrir, ætlar að knésetja Vigdísi , hvað sem það kostar, með aðstoð manna eins og þín, sem takið þátt í atinu. Eigum við að láta þessa þöggun viðgangast Jón?  það er búið að þagga niður í Svavari Halldórssyni og Láru Hönnu.  Teitur Atlason er ekki svipur hjá sjón eftir viðureignina við Gunnlaug Kögunar Sigmundsson og nú er verið að hóta Páli Vilhjálmssyni.  Finnst þér þetta í lagi.  Fólki er bannað að tjá sig en ef það gerir það er farið í manninn af fullum þunga.  Þetta er nefnilega spurning um tjáningarfrelsi og opnar umræður en ekki persónu Vigdísar Hauks, ef þú hefur ekki áttað þig á því

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.8.2013 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband