Ríkisútvarp Allra Starfsmanna

RUV er löngu hætt að vera útvarp allra landsmanna.  Þetta skynjar þorri landsmanna og þess vegna er gagnrýni á efnistök RUV svona hávær.  Viðbrögð og svargreinar útvarpsstjórans sýna þetta svart á hvítu þar sem hann tekur allri gagnrýni sem persónulegum aðfinnslum en ekki faglegri gagnrýni.  Nú hefur fréttastofan tekið af sér hlutleysisgrímuna og æða fram á völlinn með hótunum um málsókn vegna faglegrar gagnrýni.  Þetta er fádæma dómgreindarbrestur af fréttakonunni sem í hlut á.

 Anna Krístín Pálsdóttir vakti sérstaka athygli mína síðastliðið vor, sem einn af þáttastjórnendum í kosningakynningu RUV á frambjóðendum og málefnum þeirra.  Þar sýndi hún svo ekki fór á milli mála mikla hlutdrægni bæði með líkamstjáningu og beinum framítökum við ræður þeirra frambjóðenda, sem henni hugnaðist ekki.  Að þessi kona skuli vera sérstakur fréttamaður RUV í Brussel, skýrir það sem margir kalla hlutdrægan fréttaflutning þessa einkamiðils starfsmannanna af aðlögunarferlinu sem þau kalla aðildarviðræður.

Meira að segja Styrmi er nóg boðið og kallar hann þó ekki allt ömmu sína þegar kemur að hlutdrægum eða beinlínis villandi fréttaflutningi samkvæmt eigin játningum.  En hann spyr hér, og það réttilega,

Telur RÚV sig ekki reka „faglega“ fréttastofu?
Er RÚV ekki opinn vettvangur fyrir fólkið í landinu?

Ætlar Stjórn RUV að láta þessi viðbrögð fréttamannsins óátalin? Eða verður farið í óháða úttekt á umfjöllun RUV um ESB aðlögunarferlið og ekki síður umfjöllun þessa svokallaða ríkismiðils um stærsta hagsmunamál Íslendinga fyrr og síðar, sem er veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar.

Ég er ekki á nornaveiðum, en RUV hefur misst trúverðugleikann sem óháð stofnun og það þarf að gera eitthvað í því.  Að lögsækja Pál Vilhjálmsson leysir ekki þann tilvistarvanda sem þessi einkastofnun starfsmanna RUV er komin í eftir að aðlögunarferlinu vegna fyrirhugaðarar inngöngu Íslands í ESB var hætt.   Rövl um rangar þýðingar á IPA styrkjum eða öðru sem viðkemur umsókn Samfylkingarinnar um aðild Islands að ESB leysir ekki tilvistarvandann.  Og einstaka starfsmenn eiga ekki að grípa til örþrifaráða.  Þetta heyrir undir stjórn RUV, Pál Magnússon og Óðinn Jónsson.

 


mbl.is Segir fréttamann RÚV hóta sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og samkvæmt nýjustu fréttum af fésbók þá er Óðinn Jónsson komin á fullt í leðjuslaginn.  Þetta fólk getur bara ekki ráðið við störf sín lengur.  það er morgunljóst. Hlutdrægnin er öllum ljós.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.8.2013 kl. 20:01

2 identicon

Stefnir Ísland í að verða "failed state"?

Vonandi ekki, en til að minnka líkurnar á slíku verða kjósendur að sýna meiri þroska og meiri ábyrgð. Kjósa ekki til Alþingis kjána eins og þessa ömurlegu Vigdísi Hauks. Eða skjólstæðinga íslensku peningamafíunnar eins og afglapana Dabba of Dóra og síðan skilgetin afkvæmi braskaranna, Bjarna Vafning og Sigmund Kögunar.

Eða eru kjósendur heimskir? Margt bendir til þess.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 21:28

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég sé bara eina leið til að koma hér á sátt í þjóðfélaginu og það er beint lýðræði.  Fulltrúalýðræðið virkar ekki. Stjórnmálamenn telja sig ekki bundna af kosningaloforðum.  Og kjósendur vita ekki hvað þeir eru að kjósa yfir sig.  Þeir sem kusu Framsókn í síðustu kosningum voru kannski ekkert endilega að lýsa yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn nema síður sé.  Meiri kröfur um heilindi í pólitíkinni og sátt um að þjóðaratkvæðagreiðslur ráði í helstu deilumálum er eina lausnin sem ég sé í þessari afleitu stöðu sem við erum í.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.8.2013 kl. 21:53

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Beint lýðræði var við lýði á Sturlungaöld, þá flykti liðið sér á bakvið þann sem var sterkastur í sinni sveit. Það virkaði ekki þá og mun ekki virka heldur í dag.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.8.2013 kl. 12:14

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú ert eitthvað að misskilja hugtakið Sindri Karl  

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.8.2013 kl. 14:46

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

p.s  þessi athugasemd Sindra staðfestir einmitt það sem mér fannst áberandi í vinnu Stjórnlagaráðs, að þar var verið að nota hugtök sem ekki var kannski almennur skilningur á og fólk var að túlka hvert með sínum hætti. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.8.2013 kl. 14:49

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Tja. hvernig á að túlka hlutina nema hver með sínum hætti????? Ekki vil ég láta þig túlka hlutina fyrir mig og öfugt er það?

Sindri Karl Sigurðsson, 16.8.2013 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband