Næst takmarka kvikindin strandveiðarnar

Þeir sem lugu sig til valda í síðustu Alþingiskosningum hafa lítið gert til að auka almenna hagsæld en meira gert til að auka hagsæld LÍÚ.  Partíljónið og gleðipinninn sem er titlaður ráðherra virðist fara í einu og öllu eftir vilja þeirra sem telja sig eiga 90% af öllum fiski í sjónum, veiddum og óveiddum.

Nú á að gera atlögu að rækjuveiðum og rækjuvinnslu á Ísafirði og atvinnu fjölda manna stefnt í uppnám með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir byggðarlagið.  Og það sem verst er að þessi fyrirhugaða breyting á fyrirkomulagi veiðanna er ekki studd neinum vísindalegum rökum frekar en önnur veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar.  Við sem höfum fylgst með í sjávarútvegi og hrærst í þessari atvinnugrein vitum að það þarf að fara á sjóinn og veiða til að einhver afli fáist!  Ástæðan fyrir því að veiðar á úthafsrækju voru teknar út úr kvóta og gefnar frjálsar voru að sóknin var ekki orðin nein en útgerðirnar héldu samt áfram að fá úthlutað rækjukvóta sem þær svo nýttu í tegundatilfærslum og öðru bókhaldsfiffi sín á milli. En Hafró sem hefur alla sína vitneskju um úthafsrækjustofnana frá sjómönnum sem voru brautryðjendur í veiðunum tekur bara saman einhverjar aflatölur og gefur síðan út aflamark samkvæmt þeim!!!  Þetta eru ekki vísindi.  Þótt sókn dragist saman þá þarf það ekki að vera vegna þess að stofninn sé í hættu.  Ástæðan fyrir að veiðar drógust saman voru fyrst og fremst markaðslegar.  Og í öðru lagi var meiri arðsemi fyrir útgerðirnar að stunda uppsjávarveiði og þorskveiði.

En þegar Jón Bjarnason gaf veiðarnar frjálsar opnaðist glufa fyrir nýliða til að koma inní greinina og það nýttu menn sér á Bolungarvík og ísafirði og keyptu skip og hófu rekstur að nýju sem hefur gengið vel og skapað mikla atvinnu.  Allt er þetta nú í hættu ef fyrirhuguð lög Sigurðar Inga ná fram að ganga.  Kampamenn hafa lýst því yfir að rekstrinum verði sjálfhætt ef kvótinn verður takmarkaður.  Við eigum að taka veiðiráðgjöf Hafró með fyrirvara.  Eftir að veiðarnar voru gefnar frjálsar hafa fundist ný rækjumið, meðal annars hér við þröskuldinn hjá Hafró í Flóanum, sem þeir höfðu ekki hugmyndum að væru þar.  En það er einmitt kjarninn í ónákvæmni þeirra vísinda að þeir gera ekki ráð fyrir að neinn fiskur sé í sjónum nema á því örlitla flatarmáli af fiskveiðilögsögunni sem þeir og íslensk skip ná að kanna hverju sinni.

Hættum að hlaupa eftir skipunum LÍÚ, þeir vilja bara sitja einir að nytinni. Skorum á alla þingmenn, sem ekki eru á spenanum hjá útgerðarauðvaldinu, að stoppa þessa aðför að atvinnu uppbyggingu á Vestfjörðum strax. 

Þegar og ef veiðarnar verða óarðbærar þá verður þeim sjálfhætt. Ef áform Sigurðar Inga ná fram að ganga þá munu fyrirtæki eins og ESKJA fá úthlutað bróðurpartinum af kvótanum og geta ekkert gert við hann nema leigt hann frá sér eða breytt honum í aðrar tegundir, sem skekkir þá alla veiðiráðgjöfina sem því nemur því ekki er gert ráð fyrir að rækja geti breyst í þorsk nema í bókhaldi Fiskistofu, sem er algjör skrípastofnun og ófær um að sinna hlutverki sínu vegna þess að hún er notuð til að breiða yfir svindlið sem viðgengst.

Við þurfum að auka kvótann og leyfa miklu fleiri skipum að veiða heldur en nú er gert.  Ábatinn fyrir þjóðfélagið yrði verulegur en ábati Samherja, Vísis og annarra núverandi handhafa kvótans myndi skerðast sem því nemur.  Ruglum ekki saman þjóðarhag og einkahag.  Við erum ekki svo vitlaus að trúa áróðri LÍÚ um að það sem sé hagkvæmt fyrir þá sé hagkvæmt fyrir ríkissjóð og þar með þetta þjóðfélag sem er í nauðum statt ekki síst vegna rangrar sjávarútvegsstefnu til margra ára.

 


mbl.is Veiðireynsla ráði 3/10 hlutum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband