RUV ohf. voru mistök

Eðlisbreytingin sem varð á starfsemi RUV þegar það var gert að opinberu hlutafélagi er aðalorsök hnignunar þessarar ríkisstofnunar.  Með því að gera stofnunina að opinberu hlutafélagi minnkuðu áhrif okkar eigendanna í réttu hlutfalli við aukin völd yfirstjórnenda RUV.

Lagabreytingin á síðasta þingi tók ekki á þessum vanda og því er komin upp þessi staða.  Kannski er ekki hægt að reka ríkisfjölmiðil sem stendur undir nafni að gæta hlutleysis í svona litlu og spilltu samfélagi. Kannski er best að losa skattgreiðendur undan því oki að bera ábyrgð á rekstrinum fjárhagslega.  Þetta form ohf. gengur ekki upp.  Annað hvort er fyrirtæki undir stjórn eigendanna eða eigendurnir losa sig við það.  Og mér hugnast ekki afskipti stjórnmálamanna af rekstri RUV svo það er rökrétt að leggja þessa stofnun niður.

Við höfum stofnun sem er Almannavarnir. Til að sinna öryggishlutverki RUV er einfalt að gefa Almannavörnum heimild til að rjúfa allar útsendingar allra ljósvakamiðla þegar og ef þörf krefur.  

Það er engin ástæða til að reka 400 manna batterí sem kostar okkur 4 milljarða í beinum fjármunum úr ríkissjóði til að uppfylla jafn óljós markmið og nú eru notuð til að réttlæta rekstur þessa bákns.  

Að lokum legg ég til, að þegar RUV verður lagt niður, þá verði andvirði útvarpshússins lagt í sjóð og notað til að standa undir eftirlaunagreiðslum til núverandi starfsmanna.  Sú upphæð hleypur á milljörðum.


mbl.is „Spurning hvort Ríkisútvarpið lifir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband