Einhliða fréttaflutningur RUV

  •  Jóhann Sigurjónsson kemst upp með að tala um stórkostlegan árangur í uppbyggingu fiskstofna þegar allar tölulegar upplýsingar liggja fyrir sem sýna annað.  Enginn fréttamaður RUV hefur spurt talsmenn Hafró út í þennan meinta árangur.
  • Í fréttum RUV í hádeginu, 17.ágúst, var viðtal við Adolf Guðmundsson, formann L'IÚ, þar sem hann talaði um stjórnlausar veiðar á rækju og gaf í skyn að um ofveiði væri að ræða vegna mikillar sóknar.  Auðvelt hefði verið fyrir fréttakonuna sem vann fréttina, að kynna sér fjölda þeirra sem stunda rækjuveiðar eftir að sóknin var gefin frjáls. Til dæmis hér  Þá hefði hún getað tekið upplýst viðtal við sérhagsmunagæslumanninn Adolf Guðmundsson. 

En það samræmist ekki fréttastefnu RUV að flytja hlutlægar fréttir í sambandi við kvótakerfið.  Hagsmunatengsl RUV, LÍÚ og Hafró eiga sér langa sögu.  Eða allt aftur til þess tíma þega Páll Benediktsson, þáverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins, tók að sér að gera áróðursþætti til að búa til almenningsálit, hliðhollt kvótakerfinu.   Þess vegna ber RUV ábyrgð.  Ekki síður en kjörnir fulltrúar á Alþingi.  En framhjá þessu öllu er litið í sandkassaslag vinstri manna gegn Davíðsgrýlunni.  Þar er öllu snúið á haus og alger aukaatriði gerð að aðalatriðum og búnar til fórnarlambskenningar hægri vinstri.

Ég held uppi gagnrýni með rökum sem ég get staðið við.  Hvað öðrum gengur til er ekki mitt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband