Kveðið við Jósefínu

  1. Jósefína Dietrich ritar:
    2. september 2013 kl. 21.17

    Við femínistarnir stöndum saman:

    Frækin ýmsa hefur háð
    hildi‘og unnið marga bráð,
    vísur kveða víst því skal
    um veiðiklóna Lilliendahl.

    Ég lofa hennar fimi‘og frægð,
    fegurð, þokka, vit og slægð,
    en allra mest ég mæri þó
    hve marga dóna‘í svaðið dró.

    Upp úr viðbjóð illum fress
    oft hún veltir kát og hress,
    og gamla hruma fauska fús
    fer með eins og læða mús.

  2. Jóhannes Laxdal ritar:
    3. september 2013 kl. 8.58

    Undir taka ekki mér
    allar sýnast fúsar
    Þótt Jósefína jarði hér
    Jón í líki músar

    Af Háskólanum heimta svar
    hverju það svo þjóni
    Að hafa megi Hannes Þar
    en hafna beri Jóni

    Ekki margir fylla flokk
    sem finnst að Hildi gaman
    Nú dónakallar stígi á stokk
    og standi allir saman

    :)

  3. Jósefína Dietrich ritar:
    3. september 2013 kl. 21.59

    Mest að gamni að litlum körlum læður leita
    og ýmsar skrámur oft þeim veita
    – en einu gildir hvað þeir heita.

    Ef femínistar á þá hvessa aðeins róminn.
    með siginn berja larð þeir lóminn
    – ljúft er blóði‘að væta góminn.

    Kannski‘að Hildur Hannes hremmi næst í klærnar
    ljúfu þeli þvæ ég tærnar
    þó að sofni‘á honum flærnar.

  4. Jóhannes Laxdal ritar:
    4. september 2013 kl. 9.23

    Lítilsigldar læður leita bráðar
    engum manni eru háðar
    enda ævi einar smáðar

    Vont er þegar veröld vilja breyta
    feministar friði neita
    forynjur þær ættu að heita

    Fröken Hildur hún er engin hetja
    Kynjum vill í kappi etja
    og kallana á jaðar setja

  5. Kynlífsvenjur kvenskassanna þarf að kanna
    úr viðjum losna líkamanna
    lárétt sex svo láta banna

    Þótt feminista flestir okkar forðast kunni
    vökvaþurrð í Venusbrunni
    veldur skaða' á náttúrunni

    Að gaspra svona gagnast ekki geði mínu
    Ber er hver á bloggi sínu
    Bið að heilsa Jósefínu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband