Margir maka krókinn

Viðskipti við ríkið og sveitarfélögin eru mörgum féþúfa sem hafa réttu samböndin.  það eru ekki bara stóru byggingaverktakarnir heldur alls konar aðilar sem bjóða í verk og fá vegna þess að kostaðarvitund þeirra sem reikna fyrir ríki og bæjarfélög er engin.

Fyrr á þessu ári gafst borgarbúum tækifæri til að kjósa um framkvæmdir fyrir ákveðna upphæð hér í borginni.  Við skoðun á því sem var í boði og kostnaðartölur borgarinnar datt mér ekki í hug að velja neitt af því sem var í boði.  Sjálfur hefði ég treyst mér til að gera margt af þessu fyrir margfalt lægri upphæð.  En þeir sem eiga hönk upp í bakið á Bezta flokknum maka nú krókinn sem aldrei fyrr.  Reiðhjólastígavæðing á þessu kjörtímabili kostar borgina milljarð og þeim peningum er ekki vel varið.

Sjálfur hjóla ég mikið og það er ekki verið að gera mér auðveldara eða öruggara að komast leiðar minnar.  Mér duga gangstéttir og göngustígar í bland við umferðarléttar íbúðargötur.  Enda hjóla ég ekki á ofurhraða hjóladólganna í spandex göllunum.

Áður hef ég tjáð mig um floppið á Hverfisgötunni þar sem eytt var tug milljóna í tilraunaverkefni sem engin þörf var á. Og núna er það Hofsvallagatan í anda ítalskrar breiðgötu. 17 milljónir í óþarfa er dæmi um sóun á skattfé sem Bezti Flokkurinn ætti að skammast sín fyrir.

Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir tölurnar ekki sýna rétta mynd af kostnaðarliðum. „Hvert fuglahús kostar t.d. 15.000 krónur, málunin á þau kostar 1.200 krónur og númerin á þau 1.000 krónur þannig að þau kosta hvert og eitt alls 17.200 krónur

Fyrir það fyrsta, hvaða heilvita manni dettur í hug að setja upp fuglahús úti á miðri umferðargötu þar sem þúsundir bíla fara um á degi hverjum? Og í öðru lagi, þá er efniskostnaður eins svona húss varla nema 1000 krónur. Hvernig getur þá einhver fengið greiddar 17.200 krónur úr borgarsjóði fyrir svona smíði? Það hljóta allir að sjá hversu mjög er smurt á kostnaðinn og hvílík græðgi og spilling er látin viðgangast af borgarfulltrúum Besta Flokksins.  Borgarfulltrúum, sem kosnir voru til að vinna á móti spillingunni og sjálftökunni. 

Borgarfulltrúar  sem sjá ekkert athugavert við svona ráðslag eru óhæfir til að fara með opinber fjármál.  Þeir eiga að skammast sín og biðja afsökunar á óráðsíunni.


mbl.is Breytingar á Hofsvallagötu dýrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég legg til að þessi fuglahús verði boðin til kaups á uppboði sem verði haldið til minningar um stjórn Jóns Gnarr á Reykjavíkurborg.  Á sama uppboð mætti setja dragið hans Jóns, sem hann klæddist í gleðigöngum hins egin fólksins og ísbjörninn sem aldrei kom í Húsdýragarðinn.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.9.2013 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband