Starfsmannastjórn í skugga ógnvalds

Bryndís er eflaust hin besta manneskja en ekki er hægt að segja það sama um aðra stjórnendur spítalans miðað við ástandið þar.  Mér þykir einsýnt að taka verði upp alla kjarasamninga og færa þá útfyrir stofnunina.  Það gengur ekki að stjórnendur séu að gera bæði kjarasamninga og ráðningasamninga við starfsfólkið.  Það kallar á allskonar óeðlilega gerninga eins og berlega kom fram þegar talsmaður geislafræðinga var rekin og ekki einu sinni boðin staða við sitt fag.  Sem er náttúrulega út í hött en sýnir hvernig ástand skapast þegar persónuleg óvild ræður því hvernig komið er fram við starfsfólkið.

Kjarasamningar ríkisins eru flóknir og þá þarf að einfalda.  Stofnanasamninga á að afnema og samhæfa þarf launataxta allra stofnana.  Sömu laun fyrir sömu vinnu og sömu menntun er svo sjálfsagt mál að það á ekki að þurfa að reka hér batterí sem heitir Jafnréttisstofa en er í raun misréttisstofa.

Vonandi tekst Bryndísi að auka ánægju starfsfólks Landspítalans en til þess að það geti orðið þarf að reka Björn Zoega og láta ráðuneytið um að semja við heilbrigðisstarfsmenn. Fyrst Guðbjartur gat samið um 500 þúsund króna kauphækkun við Björn Zoega þá er ekkert sem mælir á móti að ráðuneytið sjái um kjarasamningagerð við alla starfsmenn sem heyra undir ráðuneytið.  Ég held það fari vel á því að þeir sem greiða út launin sjái líka um að semja um kaup og kjör. Þannig er það víðast hvar.


mbl.is Bryndís ráðin starfsmannastjóri LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband