Homo Corruptus

Búið er að staðfesta tilvist nýs gens í genamengi mannsins. Þetta nýja gen hefur fengið nafnið framsóknargen og þessi tegund manna sem hafa þetta gen hafa fengið tegundarnafnið Homo Corruptus með tilliti til eðlisþátta sem þykja skera sig frá öðrum tegundum mannsins. Eins og Homo Sapiens og Homo Erictus.

Þessi nýja tegund lifir eingöngu á Íslandi og er haldið að um sé að ræða stökkbreytt afbrigði sem hafi fyrst borist hingað til lands með spönsku veikinni og lifað hana af.  það sem helst þykir einkenna þessa tegund er að hún eðlar sig aðeins með öðrum af sömu tegund og engin þekkt dæmi eru um að tegundin hafi blandast hér á landi.  Einnig er siðblinda útbreidd meðal tegundarinnar og mikil frændhygli hjá þeim sem komast í aðstöðu til að hygla skyldmennum sínum eða öðrum af sömu tegund.

Sérstaklega kveður rammt að þessu hjá einstaklingum sem komast til pólitískra metorða og valda. Þaðan er eiginlega nafnið dregið.  Þótt tegundin sé ekki fjölmenn þá getur hún valdið miklum skaða , sérstaklega á viðkvæmu umhverfi landsins og þá sérstaklega í sambandi við mannvirkjagerð og virkjanir á hálendinu.  Hafa náttúruverndarsinnar miklar áhyggjur af skaðsemi tegundarinnar og hóta útrýmingu hennar ásamt lúpínunni og skógarkerflinum sem sannað er að tegundin flutti til landsins beinlínis til að valda umhverfisspjöllum.

Þó eru aðrir sem engar áhyggjur hafa og benda á að tegundin útrými sér sjálf með tímanum.  Og það verði eigin græðgi og spilling sem gangi af henni dauðri.  Eins og nærri lá við fyrir 4 árum.  En þá var það fyrir ótrúlegt kæruleysi stjórnvalda í deilu sem varðaði ábyrgðir á skuldum einkabanka sem hleypti nýju blóði í tegundina og efldist hún mjög á skömmum tíma í kjölfarið. Ekki er talin hætta á slíkum mistökum aftur.


mbl.is Sunna ráðin aðstoðarmaður Gunnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband