Einkavæðum menninguna

DeCode Kári spyr hvort hægt sé að spara og loka menningarhúsinu Hörpu?  Auðvitað er það hægt en er ekki nær að einkavæða bara þessa starfsemi?  Fyrst það er svona mikill gróðavegur að allri þessari menningarstarfsemi þá hljóta menningarsinnaðir multi-milljónerara að standa í röðum og bjóðast til að sinna þessari starfsemi?  Og þótt ekki sé um vísan gróðaveg að ræða þá felast viss óefnisleg verðmæti í stuðningi við menningu og listir sem ekki verða metin til fjár. Í Danmörku byggði milljónamæringur svona hús og gaf dönsku þjóðinni en á Íslandi byggir ríkið svona hús og afhendir auðkýfingi til umráða gegn því að hann sjái um reksturinn.  Það væri dálítið spes..

Hvar er litli Bjöggi með alla Tortóla milljarðana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Veit til dæmis einhver hvað frímiðar og boðsmiðar eru stór hluti af sætanýtingunni í Hörpu?  Ef einkaaðilar tækju reksturinn að sér þá myndi væntanlega þeir sem nú njóta fríðinda þurfa að borga fyrir sína miða eins og aðrir.  Og öll þessi fríu stæði í bílakjallaranum yrðu látin afla tekna.  Og allar silkihúfurnar sem hafa raðað sér á jötuna myndu þurfa að leita annarra bitlinga.  Kannski er meira að segja hægt að láta reksturinn standa undir öllum útgjöldum?  Kæmi mér ekki á óvart að sukkið í yfirstjórn núverandi rekstraraðila sé svo mikið að það eitt stefni rekstrinum í strand.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.9.2013 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband