Stjórnendavandinn á LSH

Starfsfólk á Landspítalanum hefur upp á síðkastið tjáð sig um hinn raunverulega vanda á Landspítalanum og hann er ekki rekstrarlegur heldur stjórnunarlegs eðlis eins og ég hef lengi haft tilfinningu fyrir.  Hvað Heilbrigðisráðherra gerir í stöðunni hlýtur því að taka mið af því.  Hann hefur tvívegis kallað Björn Zoega á sinn fund en hann hefur líka talað við læknana og ég trúi ekki öðru en Kristján greini vandann rétt og grípi til réttra aðgerða.  Ef ekki þá mun starfsemin lamast algerlega og það ástand mun segja til sín útum allt land.

Kristján er gamall stýrimaður og veit sem slíkur að ef áhöfnin treystir ekki skipstjóranum þá fæst enginn til að róa.  Þá verður að annað hvort að leggja dallinum eða ráða nýjan skipstjóra.  Ástandinu á Landspítalanum má líkja við fiskiskip þar sem ekki hefur tekist að  ráða fulla áhöfn. Það dettur engum skipstjóra til hugar að róa með of lítinn mannskap.  En það er það sem Björn Zoega er að reyna að gera.  Og landlæknisbjálfinn segir ekki múkk.


mbl.is Kristján Þór boðar aðgerðir á LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband