Engin umræða um Hagstofufrumvarpið?

Nettröllin hafa greinilega engan áhuga á því sem þingmenn eru að bardúsa. Samt eru uppi áform um að opna allar gáttir í upplýsingaöflun um fjármál einstaklinga og lögaðila. Þetta vilja stjórnvöld gera þvert á nýlegar uppljóstranir manna eins og Edwards Snowdens og afleiddrar umræðu um friðhelgi einkalífsins.

Þótt ég sjái ekkert sérstakt sem ógnað getur öryggi einstaklinga með því að veita þessar upplýsingar þá er verið að ganga alltof langt með þessu frumvarpi. Stjórnvöld vilja bara fara sínu fram án samþykkis. Svona heimild í lögum jafngildir opinni húsleitarheimild til lögreglunnar um að vaða inn á öll heimili og skrifstofur í landinu og afrita bókhald landsmanna. Þetta er því ekki jafn saklaust og sýnist og mér finnst við öll eigum að láta álit okkar í ljós.

Ég segi nei!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband