Venjubrigði pírata

Ég er nú eiginlega sammála Jóni Þór, að þessar þingskaparvenjur eru ekki einar sér líklegar til að viðhalda virðingu þingsins. Háttvirtur og hæstvirtur eru gildishlaðin orð án merkingar þegar þau eru notuð um venjulegt fólk. Hins vegar finnst mér vel koma til greina að taka upp þéringar í þingsal.  Þéringar hafa alltaf haft yfir sér vissan sjarma í mínum huga.  Minnist þess þegar rebellinn ég neitaði að þéra Sverri skólastjóra í Gagnfræðaskóla Akureyrar fyrir margt löngu og komst upp með það.  Bar ég þó mikla virðingu fyrir Sverri.
mbl.is „Þessi ávarpsorð eru venjuhelguð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband